Ferill 176. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 826 – 176. mál.


Breytingartillaga



við frv. til l. um dómstóla.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Guðnýju Guðbjörnsdóttur og Guðrúnu Helgadóttur.



    26. gr. orðist svo:
    Dómara er óheimilt að taka að sér starf, eiga hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki eða taka þátt í starfsemi, svo sem leynireglum, ef slíkt fær ekki samrýmst stöðu hans eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi, en nefnd um dómarastörf setur almennar reglur þar að lútandi.
    Áður en dómari tekur við embætti skal hann tilkynna nefndinni ef einhverjar þær ástæður eru fyrir hendi sem greinir í 1. mgr. Sé um að ræða starf eða eignarhlut í félagi eða fyrirtæki sem ekki er um getið í almennum reglum nefndarinnar skal dómari engu að síður fyrir fram leita leyfis nefndarinnar.
    Með rökstuddri ákvörðun getur nefnd um dómarastörf meinað dómara að gegna auka starfi, eiga hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki eða taka þátt í annarri starfsemi, svo sem með aðild að leynireglu, ef slíkt fær ekki samrýmst embættisstörfum hans. Dómara ber að hlíta slíku banni en heimilt er að leita úrlausnar dómstóla um lögmæti þess.