Ferill 17. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 838 – 17. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um endurreisn Þingvallaurriðans.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og bárust henni umsagnir um það frá landbúnaðar ráðuneyti, fisksjúkdómanefnd, Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, Veiðimálastofnun, Veiðifélagi Þingvallavatns, Þingvallahreppi og veiðimálastjóra.
    Í tillögugreininni er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin skipi nefnd til að gera tillögur um leiðir til að endurreisa urriðastofna Þingvallavatns. Alger kaflaskipti urðu í sögu Þingvallaurriðans þegar útfall vatnsins, Efra-Sog, var þvergirt og straumvatnið leitt um jarðgöng í Steingríms stöð. Virkjunin gjöreyddi mikilvægasta stofninum sem hrygndi fyrir mynni og í efri hluta Efra-Sogs. Í kjölfar virkjunarinnar hækkaði vatnsborðið og það, ásamt landsigi í norðurhluta Þingvallavatns, linaði straum á hinum mikilvægu hrygningarstöðvum í Öxará. Viðgangur stofnsins í ánni hefur ekki vera svipur hjá sjón síðan.
    Verði ekkert að gert eru taldar yfirgnæfandi líkur á að urriðinn í Þingvallavatni muni smám saman hverfa úr vistkerfi vatnsins. Nefndin leggur því til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 18. febr. 1998.



Guðni Ágústsson,


form., frsm.


Egill Jónsson.



Árni M. Mathiesen.




Guðjón Guðmundsson.



Hjálmar Jónsson.



Magnús Stefánsson.



Lúðvík Bergvinsson.



Ágúst Einarsson.



Sigríður Jóhannesdóttir.