Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 845 – 389. mál.



Nefndarálit



um breyt. á l. um gjaldþrotaskipti, nr. 21 26. mars 1991 (tilkynningar skiptastjóra).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, og Jón H. B. Snorrason og Jón Bjartmarz frá embætti ríkislögreglu stjóra.
    Í frumvarpinu er lagt til að skiptastjóra beri að tilkynna grun sinn um að þrotamaður eða aðrir hafi gerst sekir um refsivert athæfi til lögreglustjóra í stað þess að nú á að tilkynna slíkt til ríkissaksóknara. Nefndin telur rétt að gerð sé breyting á löggjöf þess efnis að tilkynning berist ekki ríkissaksóknara, en telur eðlilegt að skiptastjóra beri að tilkynna grun um refsivert athæfi til ríkislögreglustjóra og gerir breytingartillögu við frumvarpið þess efnis. Er slíkt í samræmi við skipan þessara mála, sbr. reglugerð nr. 406/1997, um rannsókn og saksókn efnahagsbrota, en þar kemur fram að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skuli annast rann sókn efnahagsbrota og saksókn þeirra.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Í stað orðsins „lögreglustjóra” í 1. gr. komi: ríkislögreglustjóra.

Alþingi, 24. febr. 1998.



Valgerður Sverrisdóttir,


varaform., frsm.


Árni R. Árnason.



Hjálmar Jónsson.




Guðný Guðbjörnsdóttir.



Jón Kristjánsson.



Kristján Pálsson.



Jóhanna Sigurðardóttir.



Guðrún Helgadóttir.