Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 897 – 72. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um atvinnusjóð kvenna.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og bárust umsagnir frá Kvenfélagasambandi Íslands, At vinnuþróunarfélagi Austurlands, skrifstofu jafnréttismála, Kvenréttindafélagi Íslands, Iðn þróunarfélagi Eyjafjarðar, Vinnumálasambandinu, Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur borgar og Byggðastofnun.
    Í tillögugreininni er lagt til að félagsmálaráðherra skipi nefnd sem endurskoði og geri tillögur um framhald á starfi atvinnusjóðs kvenna. Þá er gerð grein fyrir skipun fimm nefnd armanna.
    Nefndin telur eðlilegt að gerð verði úttekt á atvinnusjóði kvenna. Að mati nefndarinnar er ekki samræmi milli tillögugreinarinnar og greinargerðar sem með fylgir og leggur hún því til samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Við 1. mgr. tillögugreinarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nefndin taki jafnframt mið af þeirri úttekt sem gerð hefur verið á vegum Vinnumálastofnunar og því hvernig styrkir hafa nýst.

    Rannveig Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. mars 1998.


                             

Kristín Ástgeirsdóttir,


form., frsm.


Einar K. Guðfinnsson.



Siv Friðleifsdóttir.




Kristján Pálsson.



Pétur H. Blöndal,


með fyrirvara.


Magnús Stefánsson.




Arnbjörg Sveinsdóttir.



Ögmundur Jónasson.