Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 985 – 341. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987 (ábyrgðar- og slysatryggingar).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf W. Stefánsson frá dómsmála ráðuneytinu, Sigmar Ármannsson frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Rúnar Guðmunds son og Helga Þórsson frá Vátryggingaeftirlitinu, Bjarna Þórðarson tryggingastærðfræðing og Gest Jónsson hrl. Þá hafa nefndinni borist erindi um málið frá Bjarna Þórðarsyni, Neytenda samtökunum, Landssambandi íslenskra akstursíþróttafélaga, Sambandi íslenskra trygginga félaga, Vátryggingaeftirlitinu, Sleipni og Umferðarráði.
    Í frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar á umferðarlögunum. Í fyrsta lagi eru það breyt ingar á vátryggingarfjárhæðum ábyrgðartrygginga ökutækja og slysatrygginga ökumanns, en þær eru taldar nauðsynlegar í kjölfar setningar skaðabótalaga. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að þessar breytingar á vátryggingarfjárhæðum eru ekki taldar hafa teljandi áhrif á vátryggingariðgjöld einar og sér og tóku fulltrúar Vátryggingaeftirlitsins undir þetta álit á fundi nefndarinnar.
    Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á slysatryggingu ökumanns. Lagt er til að ákvæði 92. gr. umferðarlaga verði skýrð nánar og bótasvið tryggingarinnar tengt bótasviði ábyrgðar tryggingarinnar með því að taka notkunarhugtak ábyrgðartryggingarinnar upp í reglur slysa tryggingarinnar. Einnig er lagt til að slysatryggingin nái ekki til ökumanns sem notar ökutæki í algeru heimildarleysi. Þá er lagt til að kveðið verði á um það í lögum að slysatryggingin nái einnig til vátryggingartaka sem slasast sem farþegi eða af völdum eigin ökutækis.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.

Alþingi, 13. mars 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.



Jóhanna Sigurðardóttir.




Árni R. Árnason.



Bryndís Hlöðversdóttir.



Jón Kristjánsson.



Hjálmar Jónsson.



Kristján Pálsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir.