Ferill 443. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1000 – 443. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum (öndunarsýni).
                             

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórhall Ólafsson, aðstoðarmann dómsmálaráðherra, og Jón Bjartmarz og Jónmund Kjartansson frá embætti ríkislögreglu stjóra og Einar Guðmundsson frá Sjóvá-Almennum. Þá hafa nefndinni borist umsagnir um málið frá Umferðarráði, lögreglustjóranum í Reykjavík, Landssambandi lögreglumanna, Sambandi íslenskra tryggingafélaga og ríkissaksóknara.
    Í frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar á ákvæðum umferðarlaga sem eðlilegar eru í kjölfar þeirrar stefnu sem mörkuð var þegar samþykktar voru breytingar á umferðarlögum á 121. löggjafarþingi varðandi sönnun ölvunarástands ökumanns með öndunarsýni. Annars vegar er um að ræða lögfestingu gjaldtökuheimildar vegna töku og rannsóknar öndunarsýna til könnunar á ölvunarástandi ökumanns. Með breytingunni er ætlunin að tryggja jafnræði milli ökumanna sem reynast aka undir áhrifum áfengis án tillits til þess hvort gerð er rann sókn á vínandamagni í blóði ökumanns eða öndunarsýni. Miðað er við 6.500 kr. sakarkostn að, en það er algengur kostnaður við töku blóðsýnis. Hin breytingin snýr að rannsókn vegna ölvunaraksturs. Lagt er til að lögfest verði viðurlög við vanrækslu ökumanns á því að veita atbeina sinn við rannsókn máls og varði það við sviptingu ökuréttar. Er breytingin í samræmi við lagaákvæði í sambærilegum tilvikum annars staðar á Norðurlöndum.
    Í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um frumvarpið var nokkuð rætt um umferðarslys vegna ölvunaraksturs og úrræði til að stemma stigu við akstri undir áhrifum áfengis, m.a. um hvort að lækka eigi leyfilegt áfengismagn í blóði. Kom fram á fundi nefndarinnar að dóms málaráðherra hefur ákveðið að setja á laggirnar starfshóp sem kanna á þessi mál. Tekur nefndin undir nauðsyn þess að leitað verði leiða til að stemma stigu við ölvunarakstri og að kannað verði hvaða leiðir henta best í því sambandi.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Guðný Guðbjörnsdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu máls ins. Jóhanna Sigurðardóttir skrifar undir álitið með fyrirvara og áskilur sér rétt til að flytja og fylgja breytingartillögum sem fram kunna að koma.

Alþingi, 17. mars 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.



Árni R. Árnason.




Jón Kristjánsson.



Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.


Hjálmar Jónsson.




Kristján Pálsson.