Ferill 57. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1041 – 57. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um lögmenn.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Lögmenn skulu hafa með sér félag sem nefnist Lögmannafélag Íslands. Er þeim öllum skylt að vera þar félagsmenn.
                  Lögmannafélag Íslands setur sér samþykktir. Það skal ekki hafa með höndum aðra starfsemi en þá sem sérstaklega er mælt fyrir um í lögum, sbr. þó 5. mgr.
                  Í tengslum við Lögmannafélag Íslands skal starfa úrskurðarnefnd lögmanna sem leysir úr málum eftir ákvæðum þessara laga. Skal hún skipuð fimm mönnum og jafnmörgum til vara. Skal hver nefndarmaður eiga þar sæti í fimm ár í senn, en þó þannig að sæti eins nefndarmanns losni árlega. Tveir nefndarmenn skulu kosnir af Lögmannafélagi Íslands samkvæmt nánari ákvæðum í samþykktum þess, einn skal tilnefndur af Dómarafélagi Íslands, einn af dómsmálaráðherra og einn af Hæstarétti Íslands, en hann skal vera úr röðum lögmanna sem fullnægja skilyrðum til að gegna embætti hæstaréttardómara. Nefndin kýs sér sjálf formann til eins árs í senn.
                  Lögmannafélag Íslands ber kostnað af þeim störfum sem því og úrskurðarnefnd lög manna eru falin með lögum. Getur félagið lagt á félagsmenn árgjald til að standa straum af þeim kostnaði.
                  Lögmannafélagi Íslands er heimilt að starfrækja í öðru skyni en að framan greinir sérstaka félagsdeild, eina eða fleiri, sem lögmönnum er frjálst að ákveða hvort þeir eiga aðild að. Skal fjárhagur slíkra félagsdeilda aðgreindur frá fjárhag félagsins.
     2.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Meðferð mála fyrir úrskurðarnefnd lögmanna fer eftir stjórnsýslulögum nema annað leiði af ákvæðum V. kafla. Nefndin setur sér innan þess ramma nánari reglur um meðferð einstakra málaflokka.
                  Ákvarðanir úrskurðarnefndar lögmanna sæta hvorki stjórnsýslukæru né málskoti innan Lögmannafélags Íslands.
     3.      Við 5. gr.
       a.      Síðari málsliður 2. mgr. falli brott.
       b.      Orðin „leitast við að“ í 3. mgr. falli brott.
     4.      Fyrirsögn II. kafla orðist svo: Lögmannafélag Íslands og úrskurðarnefnd lögmanna.
     5.      Við 6. gr. Í stað orðsins „Lögmannaráðs“ í 2. mgr. komi: Lögmannafélags Íslands.
     6.      Við 7. gr.
       a.      Við 3. málsl. 1. mgr. bætist: og skal hann ekki vera starfandi lögmaður.
       b.      Síðari málsliður 3. mgr. falli brott.
       c.      Í stað orðanna „Dómsmálaráðherra ákveður“ í fyrri málslið 4. mgr. komi: Að fenginni tillögu prófnefndar ákveður dómsmálaráðherra.

Prentað upp.

     7.      Við 9. gr.
       a.      2. mgr. orðist svo:
                 Sá sem þreyta vill prófraun skv. 4. tölul. 1. mgr. skal beina til sérstakrar prófnefndar umsókn um það ásamt staðfestingu dómsmálaráðherra á að hann fullnægi öðrum skil yrðum 1. mgr. Í prófnefndinni sitja þrír menn sem dómsmálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Skulu tveir nefndarmenn tilnefndir af Hæstarétti, en einn af Lögmannafélagi Íslands. Jafnmargir varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndin kýs sér sjálf formann til eins árs í senn. Hún skal setja almennar reglur um framkvæmd prófraunar. Dómendur Hæstaréttar sem skipa dóm í viðkomandi máli meta hvort umsækjandi standist prófraun.
       b.      Í stað orðsins „dómi“ í síðari málslið 3. mgr. komi: Hæstarétti.
     8.      Við 11. gr.
       a.      Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í síðari málslið 1. mgr. komi: Lögmannafélags Íslands.
       b.      Í stað orðsins „hann“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: það.
       c.      Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: Lögmannafélagi Íslands.
     9.      Við 12. gr.
       a.      Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. komi: Lögmannafélags Íslands.
       b.      Við 2. mgr. bætist nýr töluliður er orðist svo:
         3.    gegnir föstu starfi hjá félagasamtökum enda veiti hann engum öðrum en þeim samtökum eða félagsmönnum þeirra þjónustu og skal þjónustan falla innan starfssviðs samtakanna.
       c.      Í stað orðanna „1. tölul. 2. mgr.“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: 1. eða 3. tölul. 2. mgr.
       d.      Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 4. málsl. 3. mgr. komi: Lögmannafélagi Íslands.
     10.      Við 13. gr.
       a.      Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. komi: Lögmannafélag Íslands.
       b.      Fyrri málsliður 2. mgr. orðist svo: Lögmanni er skylt að veita Lögmannafélagi Íslands eða löggiltum endurskoðanda, sem félagið tilnefnir í því skyni, allar nauðsynlegar upp lýsingar til að metið verði hvort hann fullnægi þeim skyldum sem mælt er fyrir um í 12. gr.
       c.      3. mgr. orðist svo:
                 Komi fram við eftirlit skv. 1. mgr. að lögmaður fullnægi ekki þeim skilyrðum sem þar greinir ber Lögmannafélagi Íslands að leggja til við dómsmálaráðherra að réttindi hans verði felld úr gildi. Skal ráðherra taka rökstudda afstöðu til slíkrar tillögu innan tveggja mánaða frá því að hún berst honum.
     11.      Við 14. gr.
       a.      Í stað orðsins „Lögmannaráði“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: úrskurðarnefnd lögmanna.
       b.      Í stað orðsins „Lögmannaráð“ í síðari málslið 1. mgr. komi: nefndin.
       c.      Orðið „Lögmannaráðs“ í 2. mgr. falli brott.
     12.      Við 15. gr. Í stað orðanna „felld úr gildi“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: felld niður.
     13.      Við 16. gr. Í stað orðsins „Lögmannaráðs“ í síðari málslið 2. mgr. komi: Lögmannafélags Íslands.
     14.      Við 19. gr.
       a.      Á undan 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Lögmanni ber sjálfum að starfa á skrifstofu sinni. Reki hann útibú frá skrifstofunni má hann þó fela öðrum lögmanni í þjónustu sinni að veita því forstöðu.
       b.      1. mgr. orðist svo:
                 Telji lögmaður sér ekki fært vegna aldurs eða heilsufars síns að hafa opna skrifstofu má hann leita undanþágu Lögmannafélags Íslands frá skyldu til þess.
       c.      Við greinina bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Öðrum en lögmönnum er óheimilt að reka félag um skrifstofu lögmanns eða eiga hlut í því. Við andlát lögmanns getur þó Lögmannafélag Íslands veitt dánarbúi hans eða erfingjum tímabundna heimild til að eiga og reka slíkt félag. Sams konar heimild má veita þrotabúi ef bú lögmanns er tekið til gjaldþrotaskipta.
                 Ráðherra getur heimilað, að fenginni umsögn Lögmannafélags Íslands, að aðrir en þeir sem nefndir eru í 4. mgr. geti átt eða rekið félag um skrifstofu lögmanns svo fremi að sérstakar ástæður mæli með því.
     15.      Við 24. gr. Í stað orðanna „Lögmannafélag Íslands getur“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: Dómsmálaráðherra getur að fenginni umsögn Lögmannafélags Íslands.
     16.      Við 26. gr.
       a.      Í stað orðanna „Lögmannaráð til úrskurðar“ í 1. mgr. komi: úrskurðarnefnd lögmanna.
       b.      Í stað orðsins „Lögmannaráð“ í 2. mgr. komi: úrskurðarnefndina.
       c.      Í stað orðsins „Lögmannaráð“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: úrskurðarnefndina.
       d.      Í stað orðsins „það“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: hún.
       e.      Í stað orðsins „ráðið“ í síðari málslið 3. mgr. komi: nefndin.
     17.      Við 27. gr.
       a.      Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Nú telur einhver að lögmaður hafi í starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi sem stríði gegn lögum eða reglum skv. 2. mgr. 5. gr. og getur hann þá lagt fyrir úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun á hendur lögmanninum.
       b.      Í stað orðsins „Lögmannaráð“ í síðari málslið 1. mgr. komi: Nefndin.
       c.      Í stað orðanna „umbjóðandi átti kost“ í síðari málslið 1. mgr. komi: að kostur var.
       d.      Fyrri málsliður 2. mgr. orðist svo: Í máli skv. 1. mgr. getur úrskurðarnefndin fundið að vinnubrögðum eða háttsemi lögmanns eða veitt honum viðvörun eða áminningu.
       e.      Í stað orðsins „ráðið“ í síðari málslið 2. mgr. komi: nefndin.
     18.      Við 28. gr.
       a.      Í stað orðsins „Lögmannaráð“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: úrskurðarnefnd lögmanna.
       b.      Í stað orðsins „Lögmannaráði“ í síðari málslið 1. mgr. komi: nefndinni.
       c.      Í stað orðsins „Lögmannaráði“ í 2. mgr. komi: Úrskurðarnefndinni.
       d.      Í stað orðsins „ráðinu“ í 2. mgr. komi: henni.
       e.      3. mgr. orðist svo:
                 Þegar máli skv. 26. eða 27. gr. er lokið fyrir úrskurðarnefndinni er aðila að því heimilt að leita fyrir dómi ógildingar á úrskurði hennar eða sátt sem er gerð fyrir henni eða leita þannig breytingar á niðurstöðu sem þar hefur fengist.
       f.      Í stað orðsins „Lögmannaráðs“ í 4. mgr. komi: nefndarinnar.
       g.      Í stað orðsins „því“ í 4. mgr. komi: henni.
     19.      Við 30. gr. Greinin falli brott.
     20.      Við 31. gr. Í stað orðanna „1. júlí 1998“ komi: 1. janúar 1999.
     21.      Við 32. gr.
       a.      Í stað orðanna „1. júlí 1999“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: 1. júlí 2000.
       b.      Í stað orðanna „1. júlí 1998“ í 3. mgr. komi: 1. janúar 1999.
       c.      Í stað orðanna „1. október 1998“ í 4. mgr. komi: 1. apríl 1999.
       d.      Við greinina bætist tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
                 Þeim sem við gildistöku laga þessara fullnægja skilyrðum 14. gr. laga um málflytj endur til að öðlast leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi án þess að þreyta prófraun, sbr. 3. mgr. þeirrar greinar, öðrum en skilyrði um 30 ára aldur, má veita slík málflutn ingsréttindi þegar í stað, enda sé sótt um þau fyrir 1. apríl 1999.
                 Nú er svo ástatt um einhvern sem greinir í 5. mgr., og hann fullnægir heldur ekki kröfu um starfsreynslu en hefur þó í 6 mánuði að lágmarki verið alþingismaður, gegnt málflutningsstörfum að staðaldri eða gegnt lögfræðistörfum að aðalstarfi í þágu ríkis eða sveitarfélaga, og má þá veita honum slík réttindi þegar skilyrði eldri laga um starfs reynslu er fullnægt, enda sé sótt um þau innan þriggja mánaða frá því tímamarki og aldrei síðar en 1. apríl 2002.
     22.      Við 33. gr. Greinin falli brott.
     23.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Þegar skipað er í fyrsta sinn í úrskurðarnefnd lögmanna skal einn aðalmaður ásamt varamanni vera skipaður til eins árs, annar aðalmaður ásamt varamanni til tveggja ára og þannig koll af kolli þannig að fimmti aðalmaður ásamt varamanni verði skipaður til fimm ára. Skal skipunartími hvers ákveðinn af tilviljun þegar ákveðið hefur verið hverjir veljast þar til starfa.