Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1137 – 519. mál.
                        

Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um leigubifreiðar, nr. 61/1995.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur og Ólöfu Nordal frá samgönguráðuneyti, Árna Jóhannsson frá Samtökum iðnaðarins, Unni Sverris dóttur frá Landssambandi vörubifreiðastjóra, Sigfús Bjarnason og Kristin Ólafsson frá Bif reiðastjórafélaginu Frama, Sigurð Sigurjónsson, Guðmund Pétursson, Guðjón Andrésson og Bjarna Pálmason frá bifreiðastjórafélögunum Andvara og Átaki og Eyrúnu Ingadóttur og Hafstein Númason frá Trausta, félagi sendibifreiðastjóra.
    Umsagnir bárust nefndinni frá Bifreiðastjórafélaginu Andvara, Bifreiðastjórafélaginu Frama, Landssambandi vörubifreiðastjóra, Trausta, félagi sendibifreiðastjóra, Afli, félagi sendibílstjóra og Eimskipum.
    Nefndin vill vekja athygli á því að ekki sé stefnt að heildarendurskoðun laga um leigubif reiðar með frumvarpinu heldur einungis afmarkaðra þátta. Annars vegar er lagt til að af mörkuð verði nánar skilyrði til að mega aka fólksbifreið í leiguakstri og hins vegar að leiddar verði í lög reglur um starfsleyfi fyrir leiguakstur vöru- og sendibifreiða. Við nánari skoðun málsins í nefndinni taldi hún rétt að fella brott ákvæði 2. og 3. gr. frumvarpsins um leiguakstur vörubifreiða og sendibifreiða þar sem mörg atriði í því sambandi eru enn óljós og þarfnast frekari skoðunar. Auk þess vill nefndin taka fram að vegna breyttra aðstæðna í umferðinni og krafna um aukið öryggi telur hún nauðsynlegt að fram fari frekari endur skoðun á lögunum, svo sem varðandi útgáfu starfsleyfa og verkefni umsjónarnefndar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að orðin „óflekkað mannorð“ í b-lið 1. gr. frumvarpsins falli brott og að greinin verði umorðuð þannig að hún falli að upptalningu 3. gr. laganna. Ekki felst í þessu efnisbreyting. Þetta er gert þar sem ríkari kröfur eru gerðar til mannorðs þeirra sem aka fólksbifreiðum í leiguakstri en að það sé óflekkað í skilningi kosningalaga. Skilyrði til þess að fá heimild til leiguaksturs fólksbifreiða eru á hinn bóginn rakin í greininni. Auk þess vill nefndin benda á að í 2. tölul. 2. efnismgr. 2. gr. er vísað til hug taksins „óflekkað mannorð“ í þeirri merkingu sem lögð er í það samkvæmt kosninga lögum. Meiri kröfur eru gerðar til aksturs fólksbifreiða í leiguakstri en aksturs vöru- og sendibifreiða. Breytingunni er ætlað að koma í veg fyrir misskilning og hugtakabrengl. Varhugavert er að hafa tvær merkingar á sama hugtakinu í einum lögum.






Prentað upp.
     2.      Þá er lagt til að í stað orðsins „skírlífisbrot“ í b-lið 1. gr. komi „kynferðisbrot“. Þetta er í samræmi við breytta hugtakanotkun í almennum hegningarlögum, sbr. lög nr. 40/ 1992.
     3.      Lagt er til að 2. og 3. gr. falli brott, sbr. fyrrgreindar athugasemdir.

Alþingi, 27. apríl 1998.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.



Guðmundur Árni Stefánsson.




Egill Jónsson.



Árni Johnsen.



Ragnar Arnalds.



Ásta R. Jóhannesdóttir.



Kristján Pálsson.



Stefán Guðmundsson.