Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1153 – 164. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um bæjanöfn o.fl., nr. 35/1953, með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 1. gr.
                a.      Við 1. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Íslensk málnefnd skal hafa áheyrnarfulltrúa í nefndinni með tillögurétti og málfrelsi.
                b.      2. efnismgr. orðist svo:
                     Örnefnanefnd skal fjalla um nafngiftir býla skv. 5., 7. og 8. gr. laganna. Jafnframt úrskurðar örnefnanefnd um hvaða örnefni verða sett á landabréf sem gefin eru út á vegum Landmælinga Íslands, eða með leyfi þeirrar stofnunar, sé ágreiningur eða álitamál um það efni. Þá sker nefndin úr ágreiningi um ný götunöfn og sambærileg örnefni innan sveitarfélaga. Málsaðild eiga Landmælingar Íslands, aðrir kortagerð armenn, Örnefnastofnun Íslands, landeigendur, sveitarstjórnir og hlutaðeigandi ráðu neyti, en um málsaðild fer að öðru leyti að hætti stjórnsýslulaga. Heimilt er nefnd inni að leita álits sérfræðinga áður en ákvarðanir eru teknar. Úrskurðum nefndar innar er hægt að skjóta til ráðherra samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.
     2.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
              4. gr. laganna orðast svo:
              Tilkynna skal örnefnanefnd um nafn á nýbýli utan kaupstaða, kauptúna og þorpa.
     3.      Á eftir 3. gr. komi ný grein er orðist svo:
              5. gr. laganna orðast svo:
             Vilji eigandi breyta nafni býlis síns skv. 3. gr. skal hann senda örnefnanefnd beiðni um það. Í beiðninni skal hann skýra frá ástæðum þess að farið er fram á að eldra nafn býlis ins verði lagt niður og þeim ástæðum er ráðið hafa vali umsækjanda á nýju nafni. Breyt ingar á nafni býlis skal ekki leyfa, nema alveg sérstaklega standi á, svo sem að býlið eigi samnefnt við annað lögbýli í sama héraði eða því um líkt.
             Í tilkynningu eiganda til örnefnanefndar um nafn á nýbýli skv. 4. gr. skal hann skýra frá þeim ástæðum er ráðið hafa vali á hinu nýja nafni.
             Sé hið nýja nafn býlis dregið af staðháttum skal þeim lýst í umsókn, sbr. 3. gr., eða til kynningu, sbr. 4. gr. Þá skal fylgja vottorð sýslumanns um eignarrétt málsaðila á býlinu. Við upptöku nýnefna skal gæta þess að fylgt sé þeim venjum sem ráðið hafa nafngjöfum býla hér á landi. Ekki mega nafngiftir leiða til samnefna á fasteignum í sama héraði né nafna sem eru svo lík öðrum nöfnum á fasteignum í héraðinu að hætt sé þess vegna við nafnabrenglum.
     4.      Við 4. gr. Orðið „endanlegs“ í efnismálsgrein falli brott.
     5.      Við 5. gr. Greinin orðist svo:
             8. gr. laganna orðast svo:
             Örnefnanefnd skal svo fljótt sem henni er mögulegt eftir að henni hefur borist beiðni um breytingu á nafni býlis skv. 3. gr., beiðni um nafnfesti á þorpum skv. 7. gr. eða önnur erindi til ákvörðunar leggja rökstuddan úrskurð á málið.
             Heimili örnefnanefnd breytingu á nafni býlis skv. 3. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr., eða nafn festi á þorpi skv. 7. gr. skal hún senda nafnið hlutaðeigandi þinglýsingarstjóra til þing lýsingar. Ella sendir hún málsaðila tilkynningu um að beiðni hans sé hafnað.
             Telji örnefnanefnd ekkert athugavert við nafn sem tilkynnt hefur verið til hennar skv. 4. gr., sbr. 2. mgr. 5. gr., skal hún senda það hlutaðeigandi þinglýsingarstjóra til þing lýsingar. Telji hún nafnið ónothæft skal hún tilkynna það málsaðila svo fljótt sem mögu legt er og óska eftir nýrri tillögu um nafn á býli. Hafi málsaðili ekki innan sex mánaða valið nýtt nafn sem nefndin fellst á og tilkynnt það örnefnanefnd úrskurðar nefndin um það hvert nafn býlið skuli fá. Úrskurðinn sendir örnefnanefnd málsaðila og hlutaðeig andi þinglýsingarstjóra til þinglýsingar.
             Þinglýsingarstjórar skulu ætíð skýra þinglýstum veðhöfum frá nafnbreytingum ef þeir eru kunnir. Eigi má taka við skjölum til þinglestrar viðvíkjandi fasteign sem hefur ekki fengið viðurkennt nafn samkvæmt lögum þessum. Sýslumaður innheimtir lögboðið þing lestrargjald hjá eiganda býlisins. Birta skal árlega í B-deild Stjórnartíðinda skrá um nöfn þau sem tekin hafa verið upp á árinu. Svo skal og birta skrá yfir nöfn á eldri býlum sem ekki eru talin í fasteignabók 1942 og ekki hafa þegar verið birt.
     6.      Á eftir 5. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             2. málsl. 9. gr. laganna fellur brott.