Ferill 346. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1195 – 346. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um eftirlitsstarfsemi hins opinbera.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, VS, EOK, PHB, GMS).



     1.      Við 1. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Lög þessi ná til reglna um eftirlit í skjóli opinbers valds með starfsemi einstaklinga og fyrirtækja, þar með taldra reglna sem er ætlað að stuðla að öryggi og heilbrigði almenn ings, öryggi eigna, umhverfisvernd, neytendavernd, samkeppni, eðlilegum viðskiptahátt um og getu fyrirtækja og fjármálastofnana til að standa við skuldbindingar sínar.
     2.      Við 3. gr.
       a.      Orðin „með reglugerð“ í fyrri málslið 3. mgr. falli brott.
       b.      Í stað orðanna „í lögum og reglugerðum“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: við undirbúning að setningu laga og reglna.
       c.      Í stað orðanna „Reglugerðin getur“ komi: Reglurnar geta.
     3.      Við 4. gr.
       a.      Í stað orðanna „Reglugerðir um eftirlitsstarfsemi“ í upphafi 1. mgr. komi: Eftirlitsreglur.
       b.      Í stað orðsins „reglugerða“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: eftirlitsreglna.
       c.      Í stað orðsins „reglugerða“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: eftirlitsreglna.
       d.      Í stað orðanna „annast framkvæmd á“ í niðurlagi fyrri málsliðar 2. mgr. komi: setur.
     4.      Við 5. gr.
       a.      Í stað orðsins „Framkvæmd“ í upphafi greinarinnar komi: Eftirlit með framkvæmd.
       b.      1. tölul. orðist svo: Hafa yfirsýn yfir eftirlitsreglur og annast heildarmat á áhrifum þeirra og eftirlits í skjóli opinbers valds.
       c.      Í stað orðanna „hins opinbera“ í 2. tölul. komi: í skjóli opinbers valds.
     5.      Við 6. gr. Í stað orðanna „hins opinbera“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: í skjóli opinbers valds.
     6.      Á eftir 7. gr. komi ný grein er orðist svo:
             Forsætisráðherra skal að jafnaði á þriggja ára fresti gefa Alþingi skýrslu um áhrif laga þessara, störf ráðgjafarnefndarinnar og önnur tengd atriði.
     7.      Við ákvæði til bráðabirgða bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Forsætisráðherra skal fyrir lok yfirstandandi kjörtímabils Alþingis skila skýrslu eins og kveðið er á um í 8. gr.
     8.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um eftirlitsstarfsemi í skjóli opinbers valds.



Prentað upp.