Ferill 622. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1202 – 622. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu stofnsamnings Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunar innar.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Halldór Ásgrímsson utanríkisráð herra, Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Tómas H. Heiðar, aðstoðar þjóðréttarfræðing utanríkisráðuneytisins.
    Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðastofnunin (Multilateral Investment Guarantee Agency– MIGA) er ein af fimm stofnunum Alþjóðabankans og sú eina sem Ísland á ekki aðild að. Með tilliti til þess að aðild að stofnuninni þjónar beint hagsmunum Íslands um aukna þátttöku í þróunaraðstoð og að íslenskir fjárfestar í þróunarlöndunum gætu haft hag af aðildinni leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 15. apríl 1998.



Geir H. Haarde,


form.


Össur Skarphéðinsson,


frsm.


Gunnlaugur M. Sigmundsson.




Margrét Frímannsdóttir.



Árni R. Árnason.



Tómas Ingi Olrich.



Siv Friðleifsdóttir.



Kristín Ástgeirsdóttir.




Lára Margrét Ragnarsdóttir.