Ferill 57. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1212 – 57. mál.



Breytingartillaga



við frv. til l. um lögmenn.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Bryndísi Hlöðversdóttur og Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



    3. mgr. 24. gr. orðist svo:
    Viðskiptaráðherra getur í reglugerð ákveðið hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, m.a. þóknunar, sem heimilt er að krefja skuldara um. Skal fjárhæðin taka mið af öllum þeim kostnaði sem kröfuhafi verður fyrir vegna innheimtunnar og nauðsynlegur getur talist.