Ferill 510. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1239 – 510. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 142/1996, um póstþjónustu.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur skrifstofu stjóra og Svein Snorrason hæstaréttarlögmann frá samgönguráðuneyti, Einar Þorsteinsson frá Íslandspósti hf., Ásgeir Einarsson og Jónu Björk Helgadóttur frá Samkeppnisstofnun, Ástu Maríu Eggertsdóttur og Jón J. Þorgrímsson frá Póstdreifingu ehf. og Ársæl Baldursson og Berg Hauksson frá Póst- og fjarskiptastofnun.
    Umsagnir bárust nefndinni frá DHL-Hraðflutningum ehf., Íslandspósti hf. og Póst- og fjarskiptastofnun. Þá hefur nefndin stuðst við umsagnir sem bárust um 545. mál á 121. lög gjafarþingi sem var efnislega samhljóða þessu máli.
    Samgöngunefnd telur að í frumvarpinu felist ákvæði sem skýri betur einkaréttarsvið póst þjónustunnar, en það er nauðsynlegt, meðal annars með hliðsjón af afskiptum Samkeppnis stofnunar af þessum málefnum, sbr. álit samkeppnisráðs nr. 1/1995. Frá því að frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi hafa þær breytingar orðið að tilskipun ESB nr. 97/67 hefur verið samþykkt en hún mun verða gildandi réttur á Evrópska efnahagssvæðinu.
    Nokkuð hefur verið á reiki hvað séu lokaðar bréfapóstsendingar og hverjar opnar. Póst- og fjarskiptastofnun hefur túlkað núgildandi ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna þannig að hugtakið „lokaðar bréfapóstsendingar“ taki til hvers konar bréfa sem lokað væri aftur, hvort sem þau væru límd eða þeim lokað með öðrum hætti. Opnar bréfapóstsendingar séu því einungis þau umslög sem hvorki eru límd aftur né lokað á annan máta. Samkvæmt því falla nánast eingöngu póstkort utan einkaréttarins. Nefndin telur með hliðsjón af framan greindu að frumvarpið feli í sér þrengingu á einkaréttarsviðinu þar sem ekki sé lengur miðað við frágang bréfapóstsendingar heldur þyngd og verðmæti.
    Með frumvarpinu er lagt til að skilgreiningu á einkarétti til póstmeðferðar innan lands verði breytt til samræmis við þá skilgreiningu sem fram kemur í tilskipun ESB nr. 97/67, um sameiginlegar reglur um þróun póstþjónustu Evrópusambandsins og aukin gæði póstþjónust unnar. Gert er ráð fyrir að einkaréttur til póstmeðferðar taki til bréfa í umslögum og sam bærilegum umbúðum með sýnilegri áritun, allt að 250 g að þyngd, og annarra ritaðra orð sendinga og prentaðra tilkynninga með utanáskrift og sérstöku innihaldi, þar með talinna póstkorta, sem eru innan fyrrgreindra þyngdarmarka. Í tilskipuninni er miðað við bréf allt að 350 g að þyngd en þar er um að ræða hámarksþyngd sem heimilt er að víkja frá til lækk unar. Nefndin taldi nauðsynlegt að þrengja einkaréttarsviðið enn frekar og lækka mörkin nið ur í 250 g til samræmis meðal annars við þau mörk sem gilda í Danmörku.
    Nefndin taldi mikilvægt að ekki væri um að ræða útvíkkun á einkaréttarhlutverkinu heldur væri það einungis gert skýrara. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér er ljóst að einkaréttarsviðið verður í raun þrengra eftir gildistöku þessa frumvarps en það var áður og samkeppnissvið póstþjónustu mun því stækka. Með þessu telur nefndin að komið hafi verið til móts við sjónarmið um aukna samkeppni á sviði póstþjónustu án þess að raska skuldbind ingum þeim sem felast í einkaréttarþjónustu, meðal annars um póstdreifingu um land allt.
    Þá vill nefndin taka fram að með frumvarpinu eru ekki lagðar til breytingar á þeim ákvæð um laganna sem taka til póstsendinga á milli landa að öðru leyti en því sem þau ákvæði eru háð einkaréttarskilgreiningunni. Þar með er einnig um að ræða þrengingu á einkaréttarhlut verkinu á því sviði.
    Kristján Pálsson vill taka fram að með frumvarpinu sé stigið skref í rétta átt en telur að gefa eigi póstmeðferð, jafnt innan lands og milli landa, frjálsa, enda hafi komið fram í máli allra þeirra sem í þessari grein starfa að slíkt sé æskilegt. Gerir hann fyrirvara um þetta at riði.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að þyngdarmörkum verði breytt úr 350 g í 250 g í 1. gr frumvarpsins, sbr. framangreint.
     2.      Þá er lagt til að orðalagi 2. gr. verði breytt. Við meðferð málsins komu fram athugasemdir frá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem stofnunin taldi sig ekki geta unnið eftir ákvæðinu óbreyttu. Til þess væri ákvæðið of óljóst og mat stjórnvaldsins yrði erfiðleik um háð. Fellt er út úr ákvæðinu tilvísun til „sérstakra ástæðna“ og „starfsemi til al mannaheilla“ en í stað þess er skilgreint nánar hverjum verði veitt slík undanþága. Markmiðið er að hér falli undir þau félög og samtök sem vinna að góðgerðarmálum. Við setningu reglugerðarinnar skal samgönguráðherra gæta þess að undanþáguheimildin verði ekki of rúm.
    Árni Johnsen var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 20. apríl 1998.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.



Ragnar Arnalds.




Guðmundur Árni Stefánsson,


með fyrirvara.


Egill Jónsson.



Jónas Hallgrímsson.




Ásta R. Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.


Kristján Pálsson,


með fyrirvara.