Ferill 625. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1256 – 625. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Lánasjóð landbúnaðarins, nr. 68/1997.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Höskuldsson og Jón Erling Jónasson frá landbúnaðarráðuneyti.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lánstími lána frá Lánasjóði landbúnaðarins lengist úr 25 árum í 40 ár þegar lánað er til nýrra bygginga, jarðakaupa, ræktunar og þeirra fram kvæmda sem teljast varanlegar. Þetta er lagt til þar sem það er talið skipta miklu að greiðslu byrði verði viðráðanleg.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Hjálmar Jónsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 22. apríl 1998.



Guðni Ágústsson,


form., frsm.


Egill Jónsson.



Guðjón Guðmundsson.




Magnús Stefánsson.



Árni M. Mathiesen.



Sigríður Jóhannesdóttir.



Ágúst Einarsson,


með fyrirvara.


Lúðvík Bergvinsson,


með fyrirvara.