Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1257 – 195. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um aðlögun að lífrænum landbúnaði.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir frá 121. þingi um samhljóða tillögu frá Vori, félagi framleiðenda í lífrænum búskap, Neytendasamtökunum, Náttúruverndarráði, ÁFORM, Bændasamtökunum, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, fagráði í lífrænni fram leiðslu og Landgræðslu ríkisins.
    Í tilllögugreininni er skorað á ríkisstjórnina að undirbúa viðeigandi breytingar á landbún aðarlöggjöfinni til þess að unnt sé að styðja bændur sem aðlaga búskap sinn viðurkenndum lífrænum búskaparháttum í samræmi við lög og reglur um lífræna landbúnaðarframleiðslu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Hjálmar Jónsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 24. apríl 1998.



Guðni Ágústsson,


form., frsm.


Egill Jónsson.



Árni M. Mathiesen.




Guðjón Guðmundsson.     


Ágúst Einarsson.     


Magnús Stefánsson.     



Sigríður Jóhannesdóttir.



Lúðvík Bergvinsson.