Ferill 95. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1272 – 95. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um tilraunaveiðar á ref og mink í friðlandinu á Hornströndum.

Frá meiri hluta umhverfisnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Pál Hersteinsson, prófessor við Há skóla Íslands, og Jónas Helgason í Æðey. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Sam bandi íslenskra sveitarfélaga, Búnaðarsambandi Vestfjarða, Indriða Aðalsteinssyni, Átt hagafélagi Sléttuhrepps í Reykjavík, Átthagafélagi Grunnvíkinga, Páli Hersteinssyni, pró fessor við Háskóla Íslands, Æðarræktarfélagi Íslands, Náttúruvernd ríkisins, Veiðistjóra embættinu, Náttúruverndarráði, Bændasamtökum Íslands, Ísafjarðarkaupstað, Kaldrananes hreppi, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, ráðgjafarnefnd um villt dýr og Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að heimila tímabundnar og takmarkaðar veiðar á ref og mink í friðlandinu á Hornströndum. Náttúrustofa Vestfjarða og Háskóli Íslands setji reglur um og hafi eftirlit með veiðunum og gefi ráðherra skýrslu þar sem fram komi niður stöður um áhrif veiðanna. Tryggt verði að veiðarnar spilli ekki árangri þeirra rannsókna sem framundan eru á refum á svæðinu.

Alþingi, 27. apríl 1998.


Ólafur Örn Haraldsson,


form., frsm.


Kristján Pálsson.



Sighvatur Björgvinsson.



                                  

Árni M. Mathiesen.



Tómas Ingi Olrich.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.