Ferill 206. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1296 – 206. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um staðsetningu nýrra ríkisfyrirtækja og stofnana á landsbyggðinni.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og var stuðst við umsagnir sem bárust á 121. löggjafar þingi frá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Eyþingi – Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborg ar, félagsmálaráðuneyti, Atvinnuþróunarfélagi Vestmannaeyja, Byggðastofnun, Bandalagi háskólamanna, Atvinnuþróunarfélagi Austurlands, Sambandi sveitarfélaga í Norðurlands kjördæmi vestra, Lögmannafélagi Íslands og Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
    Í tillögunni er mælt fyrir um að undirbúin skuli stefnumörkun um hvernig tryggja megi aukna hlutdeild landsbyggðarinnar í opinberri þjónustu með því að staðsetja nýjar stofnanir og fyrirtæki ríkisins utan höfuðborgarsvæðisins þar sem það er mögulegt.
    Nú hefur verið lögð fram á Alþingi af forsætisráðherra tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998–2001, 695. mál, þar sem fram koma í meginatriðum markmið tillögu þessarar.
    Í ljósi framangreinds mælir nefndin með því að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
                             

Alþingi, 28. apríl 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.



Jóhanna Sigurðardóttir.



              

Árni R. Árnason.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Kristján Pálsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir.



Hjálmar Jónsson.



Bryndís Hlöðversdóttir.













Prentað upp.