Ferill 559. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1298 – 559. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (GÁ, EgJ, ÁMM, HjálmJ, GuðjG, MS).



     1.      Við 2. gr.
       a.      Í stað orðanna „við ákvörðun á lágmarksverði mjólkur“ í 7. málsl. 1. efnismgr. komi: samhliða ákvörðun á lágmarksverði mjólkur.
       b.      Í stað orðsins „kindakjöts“ í lokamálslið 2. efnismgr. komi: sauðfjárafurða.
     2.      Við 14. gr.
       a.      Síðari málsliður 1. efnismgr. falli brott.
       b.      Við 2. efnismgr. bætist: sbr. þó ákvæði 3. mgr.
       c.      Í stað 2. málsl. 3. efnismgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Leiguliða er heimilt að selja sérskráð greiðslumark án samþykkis jarðareiganda. Þó skal jarðareigandi eiga forkaupsrétt við ábúðarlok leiguliða á því markaðsverði sem síðast liggur fyrir skv. 1. mgr.
       d.      Í stað orðsins „markaðssetningu“ í 4. efnismgr. komi: markaðsfyrirkomulag.
     3.      Við 17. gr. Orðin „skv. C-lið ákvæða til bráðabirgða“ í efnismálsgrein falli brott.
     4.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. laganna skal tilnefningu í nýja verðlagsnefnd búvara lokið 15. maí 1998 og nefndin fullskipuð 1. júní 1998.


















Prentað upp á ný.