Ferill 11. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1306 – 11. mál.
    


Nefndarálit



um till. til þál. um bætt siðferði í opinberum rekstri.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristján Andra Stefánsson frá for sætisráðuneyti. Þá hafa nefndinni borist umsagnir um málið frá Bandalagi háskólamanna, heimspekideild Háskóla Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Alþýðusambandi Ís lands.
    Nefndin leggur til nokkrar breytingar á orðalagi tillögunnar og á heiti hennar til samræmis við það. Lagt er til að tillagan kveði á um að skipuð verði nefnd til að kanna starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslunni. Gert er ráð fyrir að nefndin semji skýrslu þar sem fjallað verði um almennar efnisreglur stjórn sýsluréttarins, stjórnkerfið og eftirlit með starfsemi stjórnvalda, afleiðingar réttarbrota í stjórnsýslunni og hvaða leiðir eru færar til úrbóta þar sem þeirra er þörf.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.



Jóhanna Sigurðardóttir.




Árni R. Árnason.     


Gunnlaugur M. Sigmundsson.     


Guðný Guðbjörnsdóttir.     



Hjálmar Jónsson.     


Bryndís Hlöðversdóttir.



Kristján Pálsson.