Ferill 553. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1308 – 553. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða Þorláksson, Jón Guðmunds son og Ingibjörgu Þorsteinsdóttur frá fjármálaráðuneyti. Þá komu til fundar Aðalsteinn Hákonarson frá KPMG endurskoðun hf., Pétur Guðmundarson hrl. og Erna Bryndís Hall dórsdóttir frá Ernst og Young.
    Umsagnir bárust nefndinni frá KPMG endurskoðun hf., Vinnumálasambandinu, Versl unarráði Íslands, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sambandi íslenskra sparisjóða, Vinnu veitendasambandi Íslands, Samtökum iðnaðarins, fjármálaráðuneyti, Seðlabanka Íslands, Samtökum verslunarinnar og Félagi löggiltra endurskoðenda.
    Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á reglum sem gilda um skattlagningu at vinnurekstar o.fl. Í fyrsta lagi er lagt til að gerðar verði umtalsverðar breytingar á skattlagn ingu á arðgreiðslum milli fyrirtækja og lækkun á skatthlutfalli þeirra, í öðru lagi að bætt verði inn í lögin ákvæði er banni fyrirtækjum beinlínis að gjaldfæra í rekstri sínum mútur eða sambærilegar greiðslur til opinberra aðila og í þriðja lagi að lagfærð verði ákvæði er snúa að framkvæmd og túlkun laganna.
    Í nefndinni var rætt um ákvæði 4. gr. um arð af hlutum og hlutabréfum í hlutafélögum. Meiri hlutinn leggur áherslu á að með orðunum „með sambærilegum hætti“ í greininni er átt við að fyrirtæki sem greiðir arðinn hafi verið skattlagt samkvæmt almennum reglum í því landi þar sem það starfar og breyti þá engu þótt almennt skatthlutfall þar kunni að vera lægra en hér á landi. Við þær aðstæður kemur því ekki til tvísköttunar á arði sem íslensk fyrirtæki kunna að fá af eignarhlut í erlendum félögum.
    Meiri hlutinn leggur til að málið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagðar eru til breytingar á 3. gr. frumvarpsins er felur í sér breytingar á 17. gr. laganna um söluhagnað á eignarhlutum í félögum. Í 2. mgr. 17. gr. er kveðið á um að hagnaður af sölu hlutabréfa teljist mismunur á söluverði þeirra annars vegar og kaupverði þeirra hins vegar. Lagt er til að við ákvæðið bætist að kaupverð hlutabréfa í eigu rekstraraðila, þar með talið einstaklinga, skuli þó ákvarðast sem upphaflegt kaupverð þeirra þegar það hefur verið hækkað eða lækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli eftir ákvæðum 26. gr. til söluárs, enda séu hlutabréfin eignfærð í atvinnurekstrinum. Þá er lögð til sú breyting á 3. gr. að sömu reglur skuli gilda um skipti á hlutabréfum og sölu þegar lögaðilar óska frestunar á tekjufærslu söluhagnaðar af sölu hlutabréfa, annarra en eigin bréfa.
     2.      Þá er lagt til að við frumvarpið bætist tvær nýjar greinar. Annars vegar er lagt til að nýjum tölulið verði bætt við 32. gr. laganna um fyrnanlegar eignir og þar verði keypt við skiptavild talin upp með helstu flokkum slíkra eigna. Sérstaklega er tekið fram að kaup á ófyrnanlegum réttindum skv. 50. gr. A teljist ekki til keyptrar viðskiptavildar. Hins vegar er lagt til að bætt verði við 38. gr. laganna nýjum tölulið um fyrningarhlutföll.

Alþingi, 27. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.



Sólveig Pétursdóttir.




Einar Oddur Kristjánsson,


með fyrirvara.


Ágúst Einarsson,


með fyrirvara.


Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Sighvatur Björgvinsson,


með fyrirvara.


Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.