Ferill 642. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1312 – 642. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Árna Kolbeinsson frá sjávarútvegs ráðuneyti, Kristján Ragnarsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sævar Gunnars son og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Benedikt Valsson frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Helga Laxdal og Friðrik Hermannsson frá Vélstjórafélagi Íslands, Ágúst Elíasson frá Samtökum fiskvinnslustöðva og Arthúr Bogason frá Landssam bandi smábátaeigenda.
    Umsagnir hafa borist nefndinni frá Fiskistofu, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sjómannasambandi Íslands, Verkamannasambandi Íslands, Vélstjórafélagi Íslands og Þjóð hagsstofnun.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að hið almenna ákvæði laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands varðandi úthlutun aflahlutdeildar úr svonefndum deilistofnum verði afnumið hvað varðar stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þess í stað er lagt til að sett verði tímabundin ákvæði um stjórn veiða úr þessum stofni á árunum 1998, 1999 og 2000 og kveðið á um að sjávarútvegsráðherra skuli fyrir 1. nóvember árið 2000 leggja fyrir Alþingi frum varp um stjórn veiða úr stofninum eftir árið 2000.
    Í 2. gr. frumvarpsins eru settar fram meginreglur um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldar stofninum á næstu þremur vertíðum. Ákvæðin eru rammaákvæði og er sjávarútvegsráðherra ætlað að setja nánari ákvæði um framkvæmdina með reglugerð.
    Samkvæmt a-lið 2. gr. verða veiðarnar leyfisbundnar en öll skip sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni eiga kost á síldveiðileyfi. Þar sem úthluta þarf veiðiheimildum milli skipa er nauðsynlegt að fyrir liggi í upphafi vertíðar hvaða skip koma til með að stunda veiðarnar og verður því að miða við að þau skip ein fái leyfi sem um það sækja fyrir lok umsóknarfrests, enda fullnægi þau á því tímamarki skilyrðum um skráningu á íslenska skipaskrá og leyfi til veiða í atvinnuskyni.
    Sjávarútvegsráðuneytið hefur að höfðu samráði við sjávarútvegsnefnd tilkynnt að miðað verði við 5. maí sem upphafsdag síldarvertíðar í ár, enda verði setningu reglna um stjórn veiðanna lokið fyrir þann tíma. Ljóst er því að formlegur umsóknarfrestur um leyfi til veið anna verður skammur í ár og hugsanlega verður nauðsynlegt að gefa út leyfi til að hefja veið arnar áður en endanlegri úthlutun aflaheimilda er lokið.
    Í b-lið 2. gr. er kveðið á um úthlutun aflaheimilda. Skulu a.m.k. 90% aflaheimildanna koma til skipta milli þeirra skipa sem þessar veiðar hafa stundað síðastliðnar þrjár vertíðir. Skiptast veiðiheimildir milli þessara skipa þannig að 60% er skipt miðað við burðargetu en 40% er skipt jafnt. Ekki er til opinber skráning á burðargetu íslenskra fiskiskipa. Ráðherra verður því með reglugerð að kveða nánar á um hvernig burðargeta skuli metin í þessu sam bandi. Allt að 10% árlegra aflaheimilda skal skipt milli skipa sem hingað til hafa ekki stund að síldveiðar. Er ráðherra ætlað að setja reglur um skiptingu þessara veiðiheimilda og er hann í þeim efnum ekki bundinn af reglum sem gilda um þann hluta flotans sem veiðireynslu hefur.
    Í d-lið 2. gr. er ráðherra falið að setja með reglugerð nánari ákvæði um stjórn veiðanna. Getur hann m.a. ákveðið að sérstakar reglur skuli gilda um úthlutun á takmörkuðu aflamagni sem íslenskum skipum er heimilt að veiða innan lögsögu annarra ríkja. Með þessu er ráð herra fyrst og fremst veitt svigrúm til að ákveða sérstaka úthlutun á því magni (9.000 lestum 1998) sem heimilt er að veiða í lögsögu Noregs. Þá er ráðherra heimilað að ákveða að endur úthluta skuli afla eftir tiltekinn tíma sýnist það nauðsynlegt til að fullnýta leyfðan heildarafla íslenskra skipa. Meðal annars vegna þess að framsal á aflaheimildum er takmarkað sam kvæmt frumvarpinu er nauðsynlegt að kveða á um endurúthlutun. Mun væntanlega koma til slíkrar endurúthlutunar á óframseljanlegum hluta aflaheimilda skipa sem ekki hafa farið til veiða fyrir tiltekið tímamark eða ekki veitt tiltekinn hluta aflaheimilda sinna fyrir slíkt tíma mark. Þá gæti aftur komið til endurúthlutunar í lok vertíðar til að tryggja að aflaheimildirnar nýtist að fullu.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 27. apríl 1998.



Árni R. Árnason,


varaform., frsm.


Vilhjálmur Egilsson.


Valgerður Sverrisdóttir.




Einar Oddur Kristjánsson.



Guðmundur Hallvarðsson.



Hjálmar Árnason.