Ferill 560. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1313 – 560. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Árnason, Kjartan Gunnars son og Pál Gunnar Pálsson frá viðskiptaráðuneyti. Þá kom á fund nefndarinnar Þórður Ólafs son frá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Seðlabanka Íslands, Verslunarráði Íslands, Vá tryggingaeftirlitinu, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Kaupmannasamtökunum, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sambandi almennra lífeyrissjóða og Félagi löggiltra endurskoð enda.
    Í frumvarpinu er lagt til að komið verði á fót nýrri stofnun, Fjármálaeftirlitinu, til að ann ast þá starfsemi sem bankaeftirlit Seðlabanka Íslands og Vátryggingaeftirlitð hafa nú með höndum og skal hin nýja stofnun hafi áþekkar starfsheimildir og úrræði og núverandi eftir litsstofnanir. Gert er ráð fyrir að stofnunin verði sjálfstæð ríkisstofnun sem heyri undir við skiptaráðherra og með yfirstjórn stofnunarinnar fari þriggja manna stjórn en með daglega stjórn fari forstjóri. Fjármálaeftirlitið skal hafa náin samskipti við Seðlabanka Íslands og önnur eftirlitsstjórnvöld en öllum eftirlitsskyldum aðilum er ætlað að greiða kostnað við eftirlitið. Þá er gert ráð fyrir sérstakri kærunefnd í frumvarpinu sem skjóta má ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins til.
    Nefndin ræddi sérstaklega að ákvæðum frumvarpsins um samskipti Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands væri ætlað að tryggja að ekki komi til tvíverknaðar við eftirlit og upp lýsingaöflun, t.d. með stofnun sérstakrar eftirlitsdeildar í Seðlabankanum. Nefndin telur það vera skyldu beggja stofnana að búa svo um hnútana að þetta verði tryggt.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lögð er til sú breyting á 10. tölul. 1. mgr. 2. gr. að eftirlit samkvæmt lögunum taki til aðila sem heimild hafa lögum samkvæmt til þess að taka við innlánum í stað þess að telja þar upp fjárfestingarfélög. Er hér fyrst og fremst átt við innlánsdeildir samvinnu félaga og póstgíró. Fjárfestingarfélög samkvæmt lögum nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, eru ekki starfandi og því óþarft að tilgreina þau sérstaklega, enda mundu þau falla undir 2. mgr. greinarinnar ef til þeirra væri stofnað. Með breytingunni mun hin nýja stofnun því hafa eftirlit með allri innlánsstarfsemi sem heimiluð er samkvæmt lögum.
     2.      Lögð er til sú breyting á 3. gr. að fellt verði brott það ákvæði greinarinnar sem kveður á um að viðskiptaráðherra muni ekki hafa afskipti af einstökum málum sem eru til um fjöllunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Sérstök stjórn verður yfir Fjármálaeftirlitinu, sbr. 4. gr., og ekki verður um að ræða beint kærusamband á milli ráðherra og Fjármálaeftirlits ins, sbr. ákvæði 17. gr. um kærunefnd. Ekki er því ástæða til þess að geta þess sérstak lega að ráðherra hafi ekki afskipti af einstökum málum sem til umfjöllunar kunna að verða hjá Fjármálaeftirlitinu.
     3.      Lögð er til breyting á 5. gr. sem tekur til forstjóra og starfsmanna hinnar nýju stofnunar, Fjármálaeftirlitsins. Fellt er niður ákvæði 2. mgr. sem segir að forstjóra stofnunarinnar sé heimilt að ákveða að starfsmenn njóti kjara samkvæmt samningum bankamanna. Þess í stað er bætt við ákvæði í 2. mgr. 20. gr. þar sem segir að starfsmenn Vátrygginga eftirlitsins og bankaeftirlits Seðlabanka Íslands sem eru í starfi við gildistöku laga þess ara skuli eiga rétt á starfi hjá Fjármálaeftirlitinu, og kveðið á um að starfsmenn skuli að auki halda óbreyttum launakjörum sínum og aðild að stéttarfélagi.
     4.      Lögð er til breyting á 6. mgr. 6. gr. þar sem segir að ráðherra setji reglur um viðskipti stjórnarmanna, forstjóra og starfsmanna við eftirlitsskylda aðila. Skal þar meðal annars kveðið á um takmarkanir á heimildum til að vera í fjárhagslegum skuldbindingum gagn vart eftirlitsskyldum aðilum eða eiga hlut í þeim.
     5.      Lögð er til breyting á 7. gr. þar sem fjallað er um sérstaka ráðgjafarnefnd. Til þess að leggja áherslu á sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins er lagt til að heiti nefndarinnar verði sam ráðsnefnd en ekki ráðgjafarnefnd. Ekki er gert ráð fyrir að nefndin veiti Fjármálaeftirlit inu ráðgjöf í starfi stofnunarinnar heldur skal hún vera vettvangur þar sem hinir eftirlits skyldu aðilar geta komið á framfæri ábendingum sínum um þau mál sem lúta að samskiptum þeirra og eftirlitsaðilans.
     6.      Lögð er til sú breyting á 15. gr. að í stað þess að Fjármálaeftirlitið skuli ársfjórðungslega gefa viðskiptaráðherra skýrslu um starfsemi sína skuli slíkt gert á hálfs árs fresti sem að mati nefndarinnar ætti að vera nægilegt.
     7.      Lagðar eru til nokkrar breytingar á 16. gr. Í fyrsta lagi er lagt til að nánar verði skilgreind aðkoma samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila að rekstraráætlun Fjármálaeftirlits ins, í öðru lagi að taka skuli af allan vafa um það að allir sem lúta eftirliti, hvort sem þeir eru taldir upp í 2. gr. eða ekki, skuli greiða fyrir eftirlitið og í þriðja lagi að skýra betur að aðeins skuli greiða sérstaklega fyrir óreglubundnar og sértækar kannanir eða eftirlit með þeim eftirlitsskyldu aðilum sem jafnframt greiða eftirlitsgjald samkvæmt öðrum ákvæðum greinarinnar.

Alþingi, 18. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Pétur H. Blöndal.


Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Einar Oddur Kristjánsson.     


Sólveig Pétursdóttir.     


Valgerður Sverrisdóttir.     



Sighvatur Björgvinsson,


með fyrirvara.


Ágúst Einarsson,


með fyrirvara.


Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.