Ferill 561. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1315 – 561. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á sérákvæðum í lögum um fjármálaeftirlit.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kjartan Gunnarsson, Pál Gunnar Pálsson og Benedikt Árnason frá viðskiptaráðuneyti.
    Umsagnir bárust nefndinni um málið frá Seðlabanka Íslands, Sambandi íslenskra trygg ingafélaga, Vátryggingaeftirlitinu, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sambandi íslenskra sparisjóða, Kaupmannasamtökunum og Félagi löggiltra endurskoðenda.
    Frumvarp þetta er lagt fram sem fylgifrumvarp með frumvarpi til laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, 560. máli. Í frumvarpinu eru annars vegar lagðar til breytingar á hug takanotkun í samræmi við þá nýju skipan að stofnað verði sérstakt Fjármálaeftirlit í stað bankaeftirlits Seðlabanka Íslands og Vátryggingaeftirlitsins. Hins vegar er lagt til að ákvæði um neytendamáladeild í lögum um vátryggingastarfsemi verði fellt úr gildi þar sem ekki er talið eðlilegt að við Fjármálaeftirlitið starfi neytendamáladeild sem aðeins fjalli um vátrygg ingamál. Í stað þess verður unnt að kveða á um starfsemi slíkrar deildar í reglugerð um starf semi Fjármálaeftirlitsins.     
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að 1. gr. frumvarpsins verði felld brott en þar er gert ráð fyrir breytingum á lögum nr. 27/1991, um ársreikninga og endurskoðun lífeyrissjóða. Þau lög verða úr gildi fallin 1. janúar 1999 þegar Fjármálaeftirlitið tekur til starfa og breytingin því óþörf.
     2.      Lögð er til breyting á 17. gr. vegna nýsamþykktra breytinga á umferðarlögum og lagðar til breytingar á nýsamþykktum lögum um Kvótaþing, nr. 11/1998, og lögum um starf semi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, nr. 34/1998, í samræmi við aðrar breytingar á hugtakanotkun. Þá eru lagðar til breytingar á 6., 8., 14. og 21. gr. til leiðrétting ar.

Alþingi, 25. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Einar Oddur Kristjánsson.



Sólveig Pétursdóttir.



Valgerður Sverrisdóttir.



Sighvatur Björgvinsson.



Pétur H. Blöndal.



Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.