Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1318 – 581. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Seðlabanka Íslands, nr. 36/1986, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 4. gr. Í stað orðanna „41. gr.“ í 5. efnismgr. komi: 37. gr.
     2.      Við 7. gr.
            a.      Við 2. mgr. a-liðar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þess skal gætt sem frekast er kostur að samnýta upplýsingar sem aflað er samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. 34. gr. laga þessara.
            b.      Í stað orðanna „41. gr.“ í b-lið komi: 37. gr.
     3.      Við 8. gr. Greinin orðist svo:
              Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
           a.      Orðin „evrópsku mynteiningunni (ECU) og“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
           b.      Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, sem orðast svo:
                     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. getur Seðlabankinn ákveðið að skrá gengi krónunnar eins og þar segir þótt bankastofnanir séu almennt lokaðar til viðskipta.
     4.      Við 11. gr. Greinin orðist svo:
             2. málsl. 2. mgr. 37. gr. laganna orðast svo: Arðsjóður skal ávaxtaður í tryggum og auðseljanlegum verðbréfum eða innlánum en helmingur árlegra tekna hans skal renna í Vísindasjóð, sbr. lög um Rannsóknarráð Íslands.
     5.      Á eftir 12. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Eftirfarandi breytingar verða á 40. gr. laganna:
            a.      Í stað orðanna „26. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: 22. gr.
            b.      Í stað orðanna „28. gr.“ í 2. og 3. málsl. 2. mgr. komi: 24. gr.
     6.      Við 13. gr. 2. málsl. orðist svo: Ákvæði a-liðar 1. gr., 7. gr., a-liðar 8. gr. og b-liðar 12. gr. öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. janúar 1999.













Prentað upp.