Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1319 – 524. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða Þorláksson, Sigurð Ólafsson og Jón Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Byggðaþjónustunni ehf., Alþýðusambandi Ís lands, BSRB, Þaki yfir höfuðið, Öryrkjabandalagi Íslands, Ráðgjafarstofu um fjármál heim ilanna, Reykjanesbæ, Seðlabanka Íslands, Verðbréfaþingi Íslands, húsnæðisnefnd Reykja víkur, Kópavogsbæ, borgarráði Reykjavíkurborgar, ríkisskattstjóra, Akureyrarbæ og Reykja víkurborg.
    Með frumvarpinu er lagt til að vaxtabætur til þeirra sem kaupa fasteignir eftir að lögin taka gildi verði greiddar fyrir fram í stað þess að greiðast eftir á líkt og verið hefur. Með þessari breytingu munu vaxtabætur koma til greiðslu á kaupári en ekki ári síðar líkt og nú er. Þá er í frumvarpinu lagt til að heimilt verði að skuldajafna vaxtabótum, sé um vanskil að ræða, til greiðslu á afborgunum og vöxtum af húsnæðislánum. Jafnframt er lagt til að skerð ingarhlutfall vaxtabóta, sem er 6% af tekjuskattsstofni, lækki um hálft prósentustig fyrir hvert ár sem bótaþegi á rétt á vaxtabótum vegna sama íbúðarhúsnæðis umfram 25 ár. Hafi bótaþegi fengið vaxtabætur samfellt vegna sama íbúðarhúsnæðis í 36 ár fellur frádráttur á grundvelli tekjuskattsstofns niður.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 29. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Pétur H. Blöndal.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Valgerður Sverrisdóttir.



Sólveig Pétursdóttir.



Einar Oddur Kristjánsson.