Ferill 620. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1330 – 620. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda, og l. nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Áslaugu Guðjónsdóttur frá fjármála ráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Reykjavíkurborg, Ríkiskaupum og Verslunarráði Íslands.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um skipan opinberra framkvæmda og lög um um opinber innkaup sem meðal annars snerta skipan kærumála og ákvæði um viðmiðun arfjárhæðir. Síðarnefndar breytingar eiga rót að rekja til breytinga sem gerðar voru á tilskip un um opinber innkaup síðastliðið haust. Tilskipunin var sett til að laga löggjöf Evrópusam bandsins að reglum GATT-samningsins.
    Nefndin ræddi sérstaklega þau ákvæði frumvarpsins sem lúta að skipan kærumála. Niður staða nefndarinnar er sú að ákvæði í núgildandi lögum um skipan opinberra framkvæmda og lögum um opinber innkaup skuli standa óbreytt að sinni, en nauðsynlegt er að skoða þau mál nánar. Hins vegar telur nefndin brýnt að ná fram ýmsum öðrum breytingum á lögunum þannig að þau samræmist betur skuldbindingum þeim sem Ísland tók á sig á sviði opinberra innkaupa með EES-samningnum.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGUM:    


     1.      Við 4. gr. Greinin falli brott.
     2.      Við 8. gr. (er verði 7. gr.). Greinin orðist svo:
              1. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Ríkiskaup annast innkaup á vörum og þjónustu fyrir ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki, rannsaka sameiginlegar þarfir á vörum og þjónustu og beita sér fyrir samræmdum innkaupum á vörum til þarfa ríkisins.
     3.      Á eftir 8. gr. (er verði 7. gr.) komi tvær nýjar greinar svohljóðandi:
       a.      (8. gr.)
                  Í stað orðanna „Innkaupastofnunin skal viðhafa“ í 1. málsl. 6. gr. laganna kemur: Ríkiskaup skulu viðhafa.
       b.      (9. gr.)
                  Í stað orðanna „Innkaupastofnunin selur eða útvegar“ í fyrri málslið 7. gr. laganna kemur: Ríkiskaup selja eða útvega.
     4.      Við 10. gr. Greinin falli brott.
     5.      Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                  Í stað orðanna „Innkaupastofnunar ríkisins“ í 14. gr. laganna kemur: Ríkiskaupa.

Prentað upp.

     6.      Orðin „er verður 17. gr.“ í formsmálsgrein 12. gr. falli brott.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Pétur H. Blöndal.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.


Einar Oddur Kristjánsson.



Sólveig Pétursdóttir.



Valgerður Sverrisdóttir.



Sighvatur Björgvinsson.



Ágúst Einarsson.



Steingrímur J. Sigfússon.