Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1334 – 405. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um hámarkstíma Stjórnarráðs Íslands og ríkisstofnana til að svara erindum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og studdist hún við umsagnir frá 121. löggjafarþingi frá Neytendasamtökunum og Samtökum iðnaðarins.
    Í tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að setja starfsreglur um hámarkslengd þess tíma sem ráðuneyti og ríkisstofnanir mega hafa til að svara erindum sem berast. Nú þegar er að finna reglur í 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, um málshraða, þar sem fram kemur að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er.
    Leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.



Jóhanna Sigurðardóttir.




Árni R. Árnason.     


Bryndís Hlöðversdóttir.     


Kristján Pálsson.     



Hjálmar Jónsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir.