Ferill 553. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1342 – 553. mál.



Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá Steingrími J. Sigfússyni, Ágústi Einarssyni og Sighvati Björgvinssyni.



    Við 6. gr. Í stað hlutfallstölunnar „30%“ í a-lið komi: 32%.

Greinargerð.


    Tekjuskattur fyrirtækja hefur á fáeinum undangengnum árum verið lækkaður verulega og er nú þegar eitt lægsta hlutfall af hagnaði sem þekkist innan OECD. Auk þess voru fleiri milljarðar króna fluttir á einu bretti frá fyrirtækjunum yfir á launamenn, þegar aðstöðu gjaldið var lagt niður og tekjuskattur og útsvar einstaklinga hækkuð á móti fyrir nokkrum ár um. Launatengdur kostnaður fyrirtækja hér er með minnsta móti. Þegar allt er dregið saman er því ljóst að í heild er skattalegt umhverfi fyrirtækja á Íslandi nú þegar með því hagstæð asta sem þekkist, sbr. gögn sem efnahags- og viðskiptanefnd hefur fengið frá Efnahagssam vinnu- og þróunarstofnuninni (OECD).
    Að mati flutningsmanna þessarar breytingartillögu er því engin ástæða til að grípa til enn frekari lækkana nú. Frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að skattprósenta af hagnaði fyrirtækja lækki nú úr 33% í 30%. Reyndar voru til umræðu meðal stjórnarliða hugmyndir um að fara enn neðar eða í 28%, sbr. breytingartillögu á þskj. 1332. Lækkunin samkvæmt frumvarpinu úr 33% í 30% er að hluta hrein skattalækkun, þó að vissulega komi breyttar reglur um frádráttarbærni arðgreiðslna þar nokkuð á móti til hækkunar. Flutningsmenn telja löngu tímabært að lagfæra skattalegt umhverfi einstaklinga, t.d. með lækkun jaðarskatta og minni skattbyrði millitekjufólks. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja hins vegar fram hvert frum varpið á fætur öðru til að minnka skatta fyrirtækja.
    Í ljósi þess að skattalegt umhverfi fyrirtækja hér á landi er þegar með því hagstæðasta sem þekkist, fyrirtækin búa almennt við allgóða og batnandi afkomu og að sanngjarnt er að þau skili auknum tekjum til sameiginlegra þarfa á komandi árum telja flutningsmenn að lækkun tekjuskatts fyrirtækja um 1 prósentustig, úr 33% í 32%, sé hæfileg breyting til að mæta áhrifum af breyttum reglum um frádráttarbærni arðgreiðslna.