Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1348 – 227. mál.




Breytingartillaga



við till. til þál. um framtíðarskipan raforkumála.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar (StG, GuðjG, ÁRÁ, SAÞ, PHB, HjÁ).



    Eftirfarandi breytingar verði á tillögugreininni:
     a.      Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: enda leiði slík skipan til þess að nýta megi orkulindir þjóðarinnar á þjóðhagslega hagkvæman hátt í sátt við umhverfið.
     b.      Á eftir orðinu „tæknilegum“ í 2. tölul. 2. mgr. komi: umhverfislegum.
     c.      1. málsl. 4. tölul. 2. mgr. orðist svo: Að marka stefnu í rannsóknum á orkulindum og móta skilyrði fyrir veitingu virkjunarleyfa sem m.a. taki til öryggis og áreiðanleika raf orkukerfisins, þar með talið afhendingaröryggis, landnýtingar og umhverfismála, eðli vatnsorkunnar og jarðvarmans, sem og tæknilegrar og fjárhagslegrar getu umsækjanda.
     d.      Á eftir 5. tölul. 2. mgr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Að kanna á hvern hátt verðjöfnun verði best komið fyrir innan nýrrar skipunar raforkumála.
     e.      Við 7. tölul. 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í skýrslunni skal m.a. fjalla um hvaða áhrif ný skipan raforkumála muni hafa á rafmagnsverð, þjónustu við almenning á einstökum landsvæðum og öryggi raforkukerfisins.