Ferill 507. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1350 – 507. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um húsnæðismál.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (MS, SF, EKG, ArnbS, KPál, PHB).



     1.      Við 2. gr.
       a.      Á eftir orðinu „kaupandi“ í 2. orðskýringu komi: eða eigandi.
       b.      Í stað orðanna „að jafnaði út með 1. eða 2. veðrétti“ í 2. orðskýringu komi: út með veði.
       c.      Í stað orðanna „1. veðrétti“ í 8. orðskýringu komi: veði.
       d.      Í stað orðanna „að jafnaði með 1. eða 2. veðrétti“ í 9. orðskýringu komi: með veði.
     2.      Við 4. gr.
       a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Félagsmálaráðherra getur krafið stjórn Íbúðalánasjóðs um gögn og upplýsingar sem snerta málefni sjóðsins.
       b.      Á eftir orðinu „heyrir“ í 2. mgr. komi: stjórnarfarslega.
     3.      Við 8. gr. 2. mgr. falli brott.
     4.      Við 9. gr.
       a.      Á eftir orðinu „sveitarfélaga“ í 2. tölul. komi: félaga.
       b.      Á eftir 6. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Að fylgjast með íbúðaþörf í landinu og áætlanagerð sveitarfélaga um þörf á íbúðarhúsnæði.
     5.      Við 10. gr.
       a.      Á eftir 1. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Með útgáfu húsbréfa.
       b.      2. tölul., er verði 3. tölul., orðist svo: Með sölu húsnæðisbréfa og lántöku samkvæmt fjárlögum hverju sinni.
     6.      Við 14. gr.
       a.      Í stað orðsins „eiga“ í 1. tölul. 1. mgr. komi: geta átt.
       b.      Á eftir orðinu „aldraða“ í 5. tölul. 1. mgr. komi: og fatlaða, svo.
       c.      3. mgr. orðist svo:
                 Húsnæðisnefnd er heimilt að taka gjöld fyrir þjónustu sem hún veitir skv. 1. mgr. og á grundvelli gjaldskrár sem sveitarstjórn staðfestir. Gjöld þessi mega ekki nema hærri upphæð en sem nemur kostnaði við þá þjónustu sem húsnæðisnefnd lætur einstaklingum í té.
     7.      Við 15. gr. Orðin „til einstaklinga“ í 1. tölul. falli brott.
     8.      Við 16. gr. 3. málsl. 1. mgr. falli brott.
     9.      Við 17. gr. Á eftir 1. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Fjárhagur húsbréfadeildar skal aðskilinn frá öðrum þáttum í starfsemi Íbúðalánasjóðs.
     10.      Við 24. gr. Greinin falli brott.
     11.      Við 26. gr. er verði 25. gr. Í stað orðanna „Gjaldfallnar endurgreiðslur verðtryggðra lána“ í 2. málsl. komi: Húsbréf.
     12.      Við 27. gr. er verði 26. gr.
       a.      Í stað orðanna „Verðbréfaþingi Íslands“ í 1. mgr. komi: verðbréfaþingi eða í kauphöll.
       b.      Á eftir orðinu „verðbréfaþings“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: eða kauphallar.
     13.      Við 31. gr. er verði 30. gr. Í stað orðsins „verði“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: matsverði.
     14.      Við 32. gr. er verði 31. gr.
       a.      Í stað orðsins „neysluvísitölu“ í 1. mgr. komi: vísitölu neysluverðs.
       b.      1. málsl. 6. mgr. orðist svo: Vextir af viðbótarlánum skulu taka mið af þeim lánskjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast hverju sinni.
       c.      Í stað orðsins „viðbótarlán“ í 7. mgr. komi: lánskjör og matsverð fasteigna.
     15.      Við 34. gr. Greinin falli brott.
     16.      Við 36. gr. er verði 34. gr.
       a.      Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Í reglugerð, sem félagsmálaráðherra setur, skal setja nánari fyrirmæli um efni samþykkta félaga og félagasamtaka, svo og skilyrði um eigið fé og fjárhagslega ábyrgð slíkra aðila.
       b.      3. mgr. orðist svo:
                 Félagsmálaráðuneytið heldur skrá yfir félög og félagasamtök sem hlotið hafa staðfest ingu ráðherra. Allar breytingar á samþykktum slíkra aðila skulu tilkynntar félagsmála ráðuneytinu þegar í stað.
     17.      Við 38. gr. er verði 36. gr.
       a.      Í stað orðanna „1. veðrétti“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: veði.
       b.      Í stað orðsins „neysluvísitölu“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: vísitölu neysluverðs.
     18.      Við 39. gr. Greinin falli brott.
     19.      Við 40. gr. er verði 37. gr. Í stað 2. og 3. mgr. komi þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Um ráðstöfun íbúðarhúsnæðis sem húsnæðissamvinnufélög hafa fengið lán til bygg ingar eða kaupa á samkvæmt ákvæðum þessa kafla fer að öðru leyti eftir lögum um bygg ingar- og húsnæðissamvinnufélög.
             Aðilum, sem byggja eða kaupa leiguíbúðir, er heimilt að selja leigutaka, sem uppfyllir skilyrði 1. mgr., eignarhlut í íbúð með þeim kvöðum að eignarhluti kaupanda standi óhreyfður í íbúðinni á meðan hann hefur afnot af henni en greiðist síðan með fullum verðbótum samkvæmt vísitölu neysluverðs, án vaxta. Nánari reglur um eignarhlut leigutaka skulu settar í reglugerð.
             Óheimilt er að hafa eigendaskipti á íbúð sem á hvílir lán til leiguhúsnæðis nema til komi annaðhvort uppgreiðsla lánsins eða samþykki stjórnar Íbúðalánasjóðs.
     20.      Við bætist ný grein, 40. gr., svohljóðandi:

Eftirlit með félögum og félagasamtökum.

             Félög og félagasamtök samkvæmt lögum þessum skulu láta Íbúðalánasjóði í té bók haldsgögn, ársskýrslur og upplýsingar um framkvæmdir, húsbyggingar, ráðstöfun leigu húsnæðis og ákvörðun leigufjárhæðar óski Íbúðalánasjóður eftir því.
             Komi í ljós að félög eða félagasamtök hafi vikið frá skilyrðum lánveitinga eða um ráð stöfun leiguhúsnæðis er Íbúðalánasjóði heimilt að endurskoða lánskjör eða gjaldfella lán.
     21.      Við 43. gr. er verði 41. gr. Síðari málsliður 3. mgr. falli brott.
     22.      Við 44. gr. er verði 42. gr.
       a.      Í stað 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Telji umsækjandi um lán eða lánþegi á rétt sinn hallað af hálfu Íbúðalánasjóðs við framkvæmd laga þessara getur hann skotið viðkomandi ákvörðun eða afgreiðslu Íbúða lánasjóðs til kærunefndar húsnæðismála.
                 Telji umsækjandi um viðbótarlán eða lánþegi slíks láns á rétt sinn hallað af hálfu hús næðisnefndar eða sveitarstjórnar, þar sem slík nefnd er ekki starfandi, við framkvæmd laga þessara getur hann skotið viðkomandi ákvörðun eða afgreiðslu til kærunefndar húsnæðismála.
       b.      Síðari málsliður 3. mgr. falli brott.      23.      Við 47. gr. er verði 45. gr.
       a.      Á eftir orðinu „skal“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: í upphafi.
       b.      Á eftir orðinu „varasjóð“ í 3. mgr. komi: samskipti Íbúðalánasjóðs og varasjóðs og uppgjör tjóna.
     24.      Við 48. gr. er verði 46. gr. Greinin orðist svo:

    Þinglýsing og stimpilgjald.

             Ekki skal greiða stimpilgjald af skuldabréfum sem gefin eru út til Íbúðalánasjóðs vegna viðbótarláns. Þá skal ekki greiða stimpilgjald af heimildarbréfi fyrir íbúð þegar við bótarlán er veitt til kaupa á henni. Kostnað við þinglýsingu greiðir kaupandi.
             Skuldabréf, sem gefin eru út til Íbúðalánasjóðs vegna lána til byggingar eða kaupa leiguhúsnæðis, sbr. VIII. kafla laga þessara, eru stimpilfrjáls.
     25.      Við bætist ný grein, er verði 48. gr., svohljóðandi:

Greiðsluvandi.

             Stjórn Íbúðalánasjóðs er heimilt að veita lán til allt að 15 ára í því skyni að leysa úr tímabundnum greiðsluerfiðleikum hjá lánþegum vegna almennra lána, viðbótarlána og lána sem sjóðurinn hefur yfirtekið, sbr. 53. gr. Skilyrði er að greiðsluvandi stafi af óvænt um tímabundnum erfiðleikum vegna veikinda, slysa, minni atvinnu, atvinnuleysis eða af öðrum ófyrirséðum atvikum.
             Stjórn Íbúðalánasjóðs er heimilt, með sömu skilyrðum og um getur í 1. mgr., að fresta greiðslum hjá einstökum lánþegum vegna almennra lána, viðbótarlána og lána sem sjóð urinn hefur yfirtekið, sbr. 53. gr., í allt að þrjú ár og leggja þær greiðslur við höfuðstól skuldarinnar, enda þyki slík aðstoð líkleg til að koma í veg fyrir greiðsluvanda.
             Lán skv. 1. mgr. og frestun á greiðslu skv. 2. mgr. geta farið saman.
             Stjórn Íbúðalánasjóðs er heimilt að fresta greiðslum hjá lántakendum lána til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði og lánþegum eldri lána, sem Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið, sbr. 53. gr., vegna tímabundinna greiðsluerfiðleika. Skilyrði er að greiðsluvandi sé til kominn vegna ófyrirséðra atvika eða endurskipulagningar á fjárhag félags eða félaga samtaka, enda þyki slík aðstoð líkleg til að koma í veg fyrir greiðsluvanda.
             Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis að fengnum tillögum stjórn ar Íbúðalánasjóðs.
     26.      Við 50. gr. er verði 49. gr. Greinin orðist svo:
             Félagsmálaráðherra ákvarðar með reglugerð, að fengnum tillögum stjórnar Íbúðalána sjóðs, lántökugjöld, gjöld vegna innheimtu af lánum stofnunarinnar sem eru í vanskilum og gjöld vegna skuldbreytinga, veðleyfa og veðbandslausna, svo og gjöld vegna annarrar sambærilegrar þjónustu. Heimilt er að jafna kostnaði niður á skuldara þannig að búseta hafi ekki áhrif á kostnaðinn.
     27.      Við 52. gr. er verði 51. gr. Orðin „fangelsi eða“ falli brott.
     28.      Við 53. gr. er verði 52. gr.
       a.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Loks skulu þau ákvæði laga nr. 97/1993, sem vísað er til í ákvæði til bráðabirgða VII um meðferð umsókna um félags legar eignaríbúðir, halda gildi sínu.
       b.      Í stað orðanna „15. maí“ í 4. málsl. 4. mgr. komi: 1. júní.
       c.      5. mgr. orðist svo:
                 Ákvæði 1. mgr. í ákvæði til bráðabirgða VII öðlast gildi þegar í stað.
     29.      Við 54. gr. er verði 53. gr.
       a.      3. mgr. orðist svo:
                 Við gildistöku laga þessara skal Tryggingarsjóður vegna byggingargalla skv. 81. gr. laga nr. 97/1993 lagður niður. Stjórn Íbúðalánasjóðs skal frá sama tíma taka við og varðveita sérstaklega framlög annarra framkvæmdaraðila en sveitarfélaga sem runnið hafa til Tryggingarsjóðs vegna byggingargalla. Jafnframt tekur Íbúðalánasjóður við því hlutverki að bæta meðan þörf gerist byggingargalla sem ekki teljast eðlilegt viðhald á íbúðum sem slíkir aðilar hafa byggt og af hefur verið greitt tryggingagjald. Þegar framangreindu hlutverki Tryggingarsjóðs vegna byggingargalla telst lokið skulu þeir fjármunir sem þá standa eftir endurgreiddir þeim framkvæmdaraðilum í hlutfalli við framlög þeirra til sjóðsins.
       b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Við gildistöku laga þessara tekur varasjóður skv. X. kafla laga þessara og ákvæði til bráðabirgða VIII við þeim hluta sveitarfélaga sem þau hafa lagt til Tryggingarsjóðs vegna byggingargalla.
     30.      Við 56. gr. er verði 55. gr. Í stað orðsins „þriggja“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: fimm.
     31.      Við ákvæði til bráðabirgða I.
       a.      Í stað tilvísunarinnar „5. mgr. 65. gr.“ í 1. mgr. komi: 64. gr.
       b.      Tilvísunin „80. gr.“ í 1. mgr. falli brott.
       c.      2. mgr. orðist svo:
                 Jafnframt skulu halda gildi sínu þau ákvæði laga nr. 97/1993 sem vísað er til í ákvæðum til bráðabirgða II, IV, V og VII í lögum þessum.
       d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Telji aðili sem borið getur réttindi og skyldur samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða II–V og VII á rétt sinn hallað af hálfu húsnæðisnefndar eða sveitarstjórnar, þar sem slík nefnd er ekki starfandi, við framkvæmd á þeim ákvæðum getur hann skotið viðkomandi ákvörðun eða afgreiðslu til kærunefndar húsnæðismála skv. IX. kafla laga þessara.
     32.      Við ákvæði til bráðabirgða II. 7. mgr. falli brott.
     33.      Við ákvæði til bráðabirgða III.
       a.      Við 1. tölul. 1. mgr. bætist: og Byggingarsjóði ríkisins.
       b.      2. mgr. orðist svo:
                 Á næstu tveimur árum eftir gildistöku laga þessara er sveitarfélögum heimilt eftir tillögu húsnæðisnefnda sveitarfélaga að ákveða að tiltekinn hluti árlegra viðbótarlána skuli fara til að mæta endursölu innleystra íbúða, enda taki söluverð slíkra íbúða mið af markaðsverði íbúða á viðkomandi svæði.
     34.      Við ákvæði til bráðabirgða V. 3. mgr. orðist svo:
             Einstaklingur, sem hefur kauprétt vegna íbúðar sem hann hefur á leigu, sbr. 1. mgr. 73. gr. laga nr. 97/1993, heldur þeim rétti. Um lánveitingar og lánskjör vegna slíkra kaupa fer eftir ákvæðum laga þessara.
     35.      Við ákvæði til bráðabirgða VI. Í stað 5. og 6. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
             Um ráðstöfun íbúða samkvæmt þessu ákvæði sem koma til afhendingar eftir gildistöku laga þessara fer eftir því sem segir í ákvæði til bráðabirgða VII.
     36.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, VII, svohljóðandi:

    Meðferð umsókna um félagslegar eignaríbúðir.

             Úthlutanir íbúða sem farið hafa fram og samningar sem gerðir hafa verið við einstak linga um félagslegar eignaríbúðir, sem keyptar hafa verið eða eru á byggingarstigi, fyrir 1. júní 1998 skulu halda gildi sínu. Um meðferð slíkra íbúða, lánveitingar, réttarstöðu aðila og samskipti við framkvæmdaraðila fer eftir því sem segir í 42. gr., 43. gr., 51. gr., 1.–8. mgr. 52. gr., 2. mgr. 54. gr., 2. mgr. 56. gr., 57. gr., 58. gr., 1. og 2. mgr. 58. gr. a., 59.–61. gr., 64. gr., 1. mgr. 68. gr., 69. gr. og 78. gr. laga nr. 97/1993.
             Með allar aðrar félagslegar eignaríbúðir sem eru á framkvæmdarstigi eða eru til endur úthlutunar við gildistöku laga þessara og ekki hefur verið úthlutað til einstaklinga fyrir 1. júní 1998 skal farið á grundvelli laga þessara hafi uppgjör og lánveitingar samkvæmt eldri lögum ekki verið lokið fyrir gildistöku laga þessara.
             Um kaupskyldu, forkaupsrétt og ráðstöfun félagslegra eignaríbúða gilda fyrirmæli ákvæðis til bráðabirgða II og IV.
     37.      Við ákvæði til bráðabirgða VII er verði VIII.
       a.      1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Framlög sveitarfélaga til Tryggingarsjóðs vegna byggingargalla skv. 81. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins.
       b.      Á eftir orðunum: „íbúðum sem“ í 2. mgr. komi: sveitarfélög hafa byggt og.
     38.      Við ákvæði til bráðabirgða VIII er verði IX. Ákvæðið orðist svo:

    Könnun á leigumarkaði.

             Við samþykkt laga þessara skal félagsmálaráðherra í samráði við fulltrúa sveitarfélaga, aðra félagslega byggingaraðila, ASÍ og BSRB vinna að úttekt á leigumarkaði hér á landi og kanna þörf fyrir leiguíbúðir næstu ár. Á grundvelli samstarfs þessara aðila skal lögð fram framkvæmdaáætlun sem framlög ríkisins og sveitarfélaga skulu taka mið af í fram tíðinni. Á meðan unnið er að áætlanagerð þessari og til ársloka 2000 er heimilt að veita lán til leiguíbúða, sbr. VIII. kafla laga þessara, með óbreyttum lánskjörum. Fjöldi og upp hæð lána skal taka mið af framlagi ríkissjóðs á fjárlögum og áætluðum kostnaði.