Ferill 392. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1356 – 392. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, nr. 29/1995.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Í frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda til samræmis við aðrar reglur sem gilda um endurgreiðslu skatta í íslenskum rétti. Meginregla skattalaga er sú að endurgreiðsla skatta, endurákvörðun þeirra og fyrning sakar miðast við sex ár aftur í tímann frá ákveðnu tímamarki. Gildandi regla í framangreindum lögum um fjögurra ára fyrningu á endurgreiðslukröfu brýtur því í bága við framangreinda meginreglu.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 27. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.


Einar Oddur Kristjánsson.



Sólveig Pétursdóttir.



Valgerður Sverrisdóttir.



Sighvatur Björgvinsson.



Pétur H. Blöndal.



Steingrímur J. Sigfússon.