Ferill 250. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1373 – 250. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um rannsókn á atvinnuleysi kvenna og aðgerðir til að draga úr því.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið sendar umsagnir frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Vinnumálastofnun, Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Sambandi sveitarfélaga í Austurlands kjördæmi, Kvenréttindafélagi Íslands, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Vinnumála sambandinu.
    Í tillögugreininni er kveðið á um að Alþingi álykti að félagsmálaráðherra verði falið að skipa nefnd sem hafi það verkefni að rannsaka orsakir atvinnuleysis meðal kvenna hér á landi og koma með tillögur um aðgerðir til að draga úr því. Jafnframt skoði nefndin líklega þróun íslensks vinnumarkaðar á næstu árum með sérstöku tilliti til kvenna, þ.e. hvar störfum muni fækka eða fjölga og hvaða aðgerðir verði nauðsynlegar af hálfu stjórnvalda og vinnu markaðar vegna þeirra breytinga.
    Í umsögn Vinnumálastofnunar kom fram að á síðasta ári tóku gildi ný lög um vinnumark aðsaðgerðir, nr. 13/1997, sem hafa það að meginmarkmiði að gera vinnumiðlun og baráttuna gegn atvinnuleysi samhæfðari og markvissari. Í umsögninni kom jafnframt fram að opnaðar hafa verið átta svæðisvinnumiðlanir um landið og til þeirra hefur verið ráðið fagfólk sem nú er að skipuleggja starfsemina. Með hverri svæðisvinnumiðlun starfar svæðisráð skipað full trúum launafólks, vinnuveitenda, sveitarfélaga og framhaldsskóla í hverju umdæmi. Stjórn Vinnumálastofnunar telur það vera eitt af meginhlutverkum stofnunarinnar og hverrar svæðisvinnumiðlunar að hafa skýra yfirsýn yfir atvinnuástandið í umdæminu, þar með talið atvinnuleysi kvenna. Af þessum ástæðum telur stjórnin ekki þörf á að sérstakri nefnd verði falið að vinna verk sem er lögskipað verkefni Vinnumálastofnunar og svæðisvinnumiðlana. Hins vegar tekur hún undir með flutningsmönnum tillögunnar um að þörf sé á að rannsaka atvinnuleysi kvenna til að tryggja að aðgerðir og úrræði til varnar því verði árangursríkari og markvissari.
    Með hliðsjón af framangreindu leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.


Alþingi, 28. apríl 1998.



Kristín Ástgeirsdóttir,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.



Einar K. Guðfinnsson.




Kristján Pálsson.



Pétur H. Blöndal.



Magnús Stefánsson.



Arnbjörg Sveinsdóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Ögmundur Jónasson.