Ferill 378. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1454 – 378. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um vegáætlun fyrir árin 1998–2002.

Frá minni hluta samgöngunefndar.



    Minni hlutinn getur ekki fallist á vinnubrögð meiri hlutans við undirbúning og afgreiðslu þessa máls. Fjölmörg brýn verkefni eru undanskilin og jafnræðis ekki gætt á milli landshluta.
    Að þessu sinni eru tvær áætlanir til afgreiðslu samhliða, þ.e. tillaga um vegáætlun fyrir árin 1998–2002 og tillaga um langtímaáætlun í vegagerð 1999–2010. Vegáætlunin tekur til fyrsta tímabils langtímaáætlunarinnar auk ársins 1998. Eðli málsins samkvæmt er skörun á tillögunum á fyrsta tímabili langtímaáætlunarinnar. Gagnrýni minni hlutans á því jöfnum höndum við um vegáætlun og langtímaáætlun.
    Skilgreind eru ný markmið við skiptingu fjármuna til vegaframkvæmda og eru stærstu markmiðin þar að ljúka hringveginum með bundnu slitlagi og vegum af honum til þéttbýlis staða með fleiri en 200 íbúa. Þrátt fyrir fögur markmið og nýjar skilgreiningar er ljóst að ríkisstjórnin setur þau einungis fram sem fögur fyrirheit því að markmiðin eru þverbrotin strax í upphafi. Má í því sambandi nefna að til stóð að færa hluta af hringveginum á Austur landi í sparnaðarskyni en við meðferð málsins var fallið frá því og ákveðið að bundið slitlag yrði lagt á núverandi hringveg í samræmi við markmið áætlunarinnar. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að fjármagn renni til þessara slitlagsframkvæmda á tímabili áætlunarinnar og óvíst hvort að af þeim verði nokkurn tímann. Þá má benda á að hróplegt misvægi er í því eftir kjör dæmum hversu mikið er dregið úr hófi fram eða skilið eftir ógert til að fullnægja nýjum markmiðum áætlunarinnar. Austfirðir og norðausturhorn landsins verða þar verst úti.
    Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu tillögu um framkvæmdir við þjóðvegi á svæð inu fyrir u.þ.b. 1.400 millj. kr. á ári. Samgönguáætlunin gerir ráð fyrir 639 millj. kr. á þessu ári til svæðisins, 865 millj. kr. á næsta ári 1999, 1.050 millj. kr. árið 2000 og 1.070 millj. kr. árin 2001 og 2002. Þá er ljóst að aðeins brot af þeim framkvæmdum sem eru nauðsynleg ar á höfuðborgarsvæðinu kemst til framkvæmda. Þetta mun bitna mjög á nauðsynlegum endurbótum á fjölförnum stöðum þar sem umferðartafir eru nú verulegar, t.d. á Vesturlands vegi um Mosfellsbæ og inn í Reykjavík. Áform um Sundabraut og fjármögnun hennar eru óljós í áætluninni og fé til undirbúnings verksins af skornum skammti, sem auk þess dreifist á allt of langan tíma.
    Nauðsynlegt hefði verið að tryggja í þessari vegáætlun undirbúning og framkvæmd við gerð Sundabrautar, auk nauðsynlegra endurbóta á fjölförnustu stöðum í gatnakerfi höfuð borgarsvæðisins. Það er áhyggjuefni að dráttur á þessum framkvæmdum verði til að auka slysahættu í umferðinni og valda enn meiri umferðartöfum á fjölförnum leiðum en nú er.
    Minni hlutinn vill einnig vekja athygli á því að eitt af allra brýnustu verkefnum í vegamál um er að tengja betur þéttbýlisstaði á landsbyggðinni til að stækka atvinnusvæði og þétta dreifðar byggðir landsins. Þessum verkefnum er lítt sinnt í þeim áætlunum sem liggja fyrir. Sem dæmi má nefna að brýnt er að mynda samfellt atvinnusvæði frá Seyðisfirði til Fáskrúðs fjarðar með góðri tengingu við Egilsstaði. Það sama gildir um tengingu Siglufjarðar, Ólafs fjarðar og Dalvíkur. Á Vestfjörðum má benda á að nauðsynlegt er að tengja saman norðurfirðina og suðurfirðina. Minni hlutinn gagnrýnir harðlega að þessum vegtengingum sé ekki sinnt.
    Minni hlutinn gerir þrátt fyrir framangreint ekki athugasemdir við skiptingu fjármuna til einstakra verkefna, að öðru leyti en því sem fyrr greinir, enda hafa kjördæmahópar þing manna fjallað um það mál og náð um það samkomulagi. Í því ljósi munu undirritaðir nefndar menn greiða þingsályktunartillögunni um skiptingu fjármuna á einstök verkefni atkvæði sitt en vísa að öðru leyti allri ábyrgð á hendur meiri hluta þingsins.

Alþingi, 15. maí 1998.



Ásta R. Jóhannesdóttir,

frsm.


Guðmundur Árni Stefánsson.



Ragnar Arnalds.