Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1455 – 379. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um langtímaáætlun í vegagerð.

Frá minni hluta samgöngunefndar.



    Í fyrsta skipti er nú til afgreiðslu langtímaáætlun í vegagerð. Slík vinnubrögð væru mjög til fyrirmyndar ef hægt væri að treysta því að ríkisstjórnin tæki fullt mark á sínum áætlunum. Minni hlutinn hefur hins vegar horft upp á það ítrekað að fé til vegamála sé skorið niður og grundvelli vegáætlunar raskað. Markaðar tekjur vegasjóðs hafa í stríðum straumum runnið beint í ríkissjóð en ekki til vegagerðar. Þegar ríkisstjórnin hefur ekki einu sinni virt áætlanir í vegamálum til fjögurra ára hefur minni hlutinn enga ástæðu til að ætla að langtímaáætlun til tólf ára komi til með að standast. Langtímaáætlunin er einungis óskalisti, jafnvel vin sældalista, til að afla mönnum fylgis, enda skammt í kosningar. Í því sambandi má benda á að ekki er víst að næsta ríkisstjórn fallist á óskalistann og setji önnur forgangsverkefni á odd inn.
    Þá gagnrýnir minni hlutinn að ekki sé gert ráð fyrir meiri sveigjanleika í áætluninni. Henni er ætlað að taka til vegaframkvæmda næstu tólf árin og á þeim tíma kann margt að breytast. Í sundurliðunum á áætluninni sem fram koma í breytingartillögum meiri hlutans er ekki gert ráð fyrir þessu svigrúmi. Til að nefna dæmi bendir minni hlutinn á að eðlilegra hefði verið að tala um vegtengingu milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í stað þess að tala um vegagerð á Lágheiði. Í nefndaráliti meiri hlutans er þess getið að eftir sé „skoðun allra mögulegra lausna á svæðinu, þar með talið gerð jarðganga sem stytta mundu leiðina mikið og bjóða upp á öruggara samband en vegur um Lágheiði getur gert“. Því er það harla undar legt að meiri hlutinn skuli ekki fást til að halda öllum möguleikum opnum með breyttu orða lagi. Í plaggi eins og langtímaáætlun í vegagerð er ekki hægt að binda sig við eina aðferð í vegagerð á ákveðnum leiðum þar sem fleiri möguleikar koma til greina. Þeir verða að vera opnir svo unnt sé að skoða alla möguleika þegar kemur að ákvörðun.
    Gagnrýni minni hlutans sem fram kemur í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um vegáætlun fyrir árin 1998–2002 eiga einnig við um áætlun þessa að breyttu breytanda.
    Minni hlutinn leggst ekki gegn samþykkt tillögunnar vegna þess að þrátt fyrir allt er hún ákveðið framfararspor. Minni hlutinn ítrekar hins vegar gagnrýni sína á vinnubrögð við undirbúning hennar og munu undirrituð gera frekari grein fyrir athugasemdum sínum við síð ari umræðu málsins.

Alþingi, 15. maí 1998.



Ásta R. Jóhannesdóttir,


frsm.


Guðmundur Árni Stefánsson.



Ragnar Arnalds.