Ferill 300. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 23/122.

Þingskjal 1488  —  300. mál.


Þingsályktun

um blóðbankaþjónustu við þjóðarvá.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að skipa nefnd sem hafi það verkefni að leggja fram tillögur um hvernig öryggi blóðbankaþjónustu skuli tryggt við stórslys og við þjóðarvá. Nefndin skal skipuð fulltrúum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Blóðbankans, Almannavarna ríkisins, landlæknisembættisins, hjálparsveita og Rauða krossins.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 1998.