Ferill 592. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 27/122.

Þingskjal 1505  —  592. mál.


Þingsályktun

um aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd með fulltrúum stjórnmálaflokka, skrifstofu jafnréttismála og Kvenréttindafélags Íslands til að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að bæta hlut kvenna í stjórnmálum. Nefndin starfi a.m.k. í fimm ár, taki til starfa hið fyrsta og hafi heimild til að ráða sér verkefnisstjóra, sem starfi á skrifstofu jafnréttismála. Nefndin annist fræðslu, auglýsingaherferðir og útgáfu og hafi allt að 5 millj. kr. til ráðstöfunar í þessu skyni árið 1998 og síðan fjárveitingar samkvæmt fjárlögum.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 1998.