Ferill 480. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1507 – 480. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 96/1995, um gjald af áfengi, og brtt. á þskj. 1283 [gjald af áfengi].

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1.      Brtt. á þskj. 1283 orðist svo: Við 2. gr. 2. tölul. 1. efnismgr. orðist svo: Af víni sem flokkast undir vöruliði 2204 og 2205, svo og af gerjuðum drykkjarvörum í vörulið 2206 sem ekki hafa verið blandaðar annarri gerjaðri drykkjarvöru eða óáfengri drykkjarvöru, enda sé varan að hámarki 15% að styrkleika og innihaldi eingöngu vínanda sem myndast við gerjun, án hvers kyns eimingar: 52,80 kr. á hvern sentilítra umfram 2,25 sentilítra.
2.      Á eftir 6. gr. komi ný grein er orðist svo:
          Orðin „og 4.“ í 9. gr. laganna falla brott.
3.      Við 7. gr. (er verði 8. gr.). Í stað orðanna „1. júní 1998“ komi: 1. júlí 1998.