Ferill 724. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1555 – 724. mál.



Skýrsla



félagsmálaráðherra til Alþingis um framgang þingsályktunar um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



I. INNGANGUR.

    Þingsályktun um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna var samþykkt á Alþingi 7. maí 1993. Gildistími áætlunarinnar var til loka árs 1997. Áætlunin var samin og samþykkt samkvæmt ákvæðum 17. gr. laga nr. 28/1991, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Með bréfi, dags. 13. maí 1993, fól félagsmálaráðherra Jafn réttisráði að hafa umsjón með að markmiðum framkvæmdaáætlunarinnar verði náð á gildistíma hennar.
    Félagsmálaráðherra Páll Pétursson lagði fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála þar sem lagt var mat á árangur af framkvæmd framkvæmda áætlunarinnar fyrri hluta gildistíma hennar. Gerð var grein fyrir framgangi einstakra verkefna að fengnum svörum ráðuneyta þar um auk upplýsinga sem Skrifstofu jafnréttismála bárust á annan hátt.
    Í þessari skýrslu er mat lagt á stöðu verkefna við lok gildistímans og byggist matið aðallega á greinargerðum viðkomandi ráðuneyta til Skrifstofu jafnréttismála um framkvæmdina. Tekið skal fram að umfjöllun um A-kafla áætlunarinnar, þ.e. um starfsmannamál ríkisins, byggist á upplýsingum frá ýmsum aðilum. Skýrist það m.a. af því að enginn einn aðili telur sig bera ábyrgð á framgangi hans.

II. ÚTTEKT Á STÖÐU VERKEFNA.

    Í framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna fyrir tímabilið 1993–97 er lögð áhersla á skyldur ráðherra til að vinna að því að jafna stöðu kvenna og karla, hver á sínu sérsviði. Í áætluninni er að finna almenna lýsingu á verkefnum og gerð er grein fyrir ákvörðun um framkvæmd tiltekinna verkefna sem einstaka ráðuneytum og/eða undirstofnunum á þeirra vegum er gert að vinna að á gildistíma hennar. Áætluninni er skipt í tvo hluta. Fyrri hluti hennar fjallar um starfsmannamál ríkisins og er byggður á ákvæðum laga um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Seinni hluti áætlunarinnar tekur til verkefna einstakra ráðuneyta.
    Ráðuneytisstjórum var sent bréf, dags. 26. júní 1997, þar sem minnt var á fyrri úttekt á stöðu verkefna ráðuneyta og framangreinda skýrslu félagsmálaráðherra. Óskað var sambæri legra upplýsinga um framkvæmd verkefna frá árinu 1995.
    Svör bárust frá eftirtöldum ráðuneytum: fjármálaráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðu neyti, landbúnaðarráðuneyti, menntamálaráðuneyti, samgönguráðuneyti, utanríkisráðuneyti og Hagstofu Íslands og dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Svör hafa ekki borist frá umhverfis ráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Það skal tekið fram að ekki var öllum ráðuneytisstjórum sent erindið, m.a. vegna þess að viðkomandi ráðuneyti hafði þegar árið 1995 gert fullnægjandi grein fyrir stöðu, framkvæmd og lokum verkefna. Ráðuneyti sem þetta á við um eru forsætisráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. Þá hafði Skrifstofa jafnréttismála góðar upplýsingar um framkvæmd verkefna félagsmálaráðuneytis.

2.1. A-hluti. Starfsmannamál ríkisins.
    Í athugasemdum við þingsályktunartillöguna segir að starfsmannakafla áætlunarinnar sé ætlað að vera rammi um starfsreglur sem hvert ráðuneyti og ríkisstofnun útfæri nánar og hafi að leiðarljósi við gerð sérstakrar jafnréttisáætlunar. Ein helsta niðurstaða áfangamats Skrifstofu jafnréttismála 1995/1996 varðandi framgang verkefna í A-hluta áætlunarinnar um starfsmannamál var að ekki væri ljóst hver bæri ábyrgð á framkvæmd verkefna sem þar eru tilgreind. Þetta hafi skapað vanda við framkvæmd og um leið eftirlit með þeim. Í raun lá fyrir, þegar í byrjun árs 1996, að ekki yrði unnið markvisst að verkefnum sem falla undir þennan hluta áætlunarinnar. Hvað varðar stöðu einstakra verkefna vísast því til framangreindrar skýrslu félagsmálaráðherra til Alþingis. Tekið hefur verið mið af þeim athugasemdum sem þar koma fram við undirbúning að gerð nýrrar framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að koma á jafnrétti kynjanna og í gagnasöfnun vegna þessarar greinargerðar.

2.2. Verkefni ráðuneyta og stofnana á vegum þeirra.
2.2.1. Dóms og kirkjumálaráðuneyti.
    Í stöðumati Skrifstofu jafnréttismála 1995/1996 segir um verkefnastöðu ráðuneytisins: „Samkvæmt þessari greinargerð hefur dómsmálaráðuneytið með markvissum hætti fylgt eftir þeim verkefnum sem það setti sér samkvæmt framkvæmdaáætluninni. Eðli málsins samkvæmt er þeim ekki lokið. Bæta þarf stöðu kvenna innan rannsóknarlögreglunnar. Slíkt er tímafrekt og krefst markvissra áætlana. Mikilvægt er að haldið verði áfram að hvetja konur til að sækja um laus störf. Nauðsynlegt er að taka tillit til fjölskylduábyrgðar rannsóknarlögreglumanna með sveigjanlegum vinnutíma. Úrbóta er þörf í málum sem varða fórnarlömb kynferðisbrota og heimilisofbeldis.“
    Með dreifibréfi, dags. 19. janúar 1995, var öllum forstöðumönnum embætta og stofnana á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins kynnt efni framkvæmdaáætlunarinnar og sérstak lega bent á markmið 1. gr. um auglýsingar á lausum stöðum, 2. gr. um ráðningar í störf og 5. gr. um sveigjanlegan vinnutíma.Verkefni ráðuneytisins hafa að öðru leyti komið til fram kvæmda sem hér er rakið:

a. Staða kynja hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.
    Þegar auglýstar voru stöður rannsóknarlögreglumanna hjá RLR á gildistíma áætlunarinnar voru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Á tímabilinu var ein kona fastráðin sem rann sóknarlögreglumaður hjá RLR og önnur ráðin tímabundið í eitt ár.
    Hinn 5. mars 1996 skipaði dómsmálaráðherra nefnd til að kanna stöðu kvenna innan lögreglunnar og gera tillögur um úrbætur á þeim sviðum þar sem talin yrði þörf á að bæta stöðu kvenna sem við þau starfa. Nefndinni var einnig ætlað að gera tillögur um aðgerðir sem leitt gætu til fjölgunar kvenna í lögreglu ríkisins. Nefndin hefur nýverið skilað tillögum og hefur ráðuneytið sett sér það markmið í tengslum við nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttis málum, að nýta þær tillögur til að miða að bættri stöðu kvenna innan lögreglunnar.

b. Nauðgunarbrot.
    2.1. Breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot komu til fram kvæmda fyrir gildistíma áætlunarinnar, sbr. lög nr. 40 26. maí 1992.
    2.2. Nefnd sem dómsmálaráðherra skipaði 2. desember 1993 til þess að athuga hvort taka ætti upp það fyrirkomulag að ríkissjóður ábyrgðist greiðslur dæmdra bóta vegna kynferðisbrota eða annarra grófra ofbeldisbrota samdi frumvarp til laga um greiðslur ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, sem varð að lögum nr. 69 10. mars 1995. Markmið lag anna er að styrkja stöðu brotaþola með þeim hætti að ríkissjóður greiði bætur fyrir líkamstjón og miska vegna tjóns sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum. Einnig greiðir ríkissjóður fyrir tjón á munum sem leiðir af slíku broti, enda sé viðkomandi vistaður á stofnun ríkisins vegna afbrots eða gegn vilja sínum. Almennt skilyrði þess að bætur verði greiddar samkvæmt ákvæðum laganna er að brotið hafi verið kært til lögreglu og tjónþoli hafi gert kröfu um greiðslu bóta úr hendi tjónvalds. Ákvæði laganna gilda einnig þótt ekki sé vitað hver tjónvaldur er, hann sé ósakhæfur eða finnist ekki. Vafalaust er að þessi lög horfa til bættrar réttarstöðu þolenda nauðgunarbrota, enda hefur reynslan sýnt að í mörgum tilvikum þar sem þeim eru dæmdar bætur úr hendi brotamanns hefur hann enga möguleika á að greiða bæturnar.
    2.3. Félag rannsóknarlögreglumanna gekkst á tímabilinu fyrir námsstefnu fyrir félagsmenn sína í samstarfi við Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Á námsstefnunni var starfsemi neyðarmóttökunnar kynnt og farið yfir rannsóknarferli kynferðisbrotamála. Rannsóknir kynferðisbrota hafa ekki verið kenndar við lögregluskólann sem sérstök námsgrein og hafa rannsóknarlögreglumenn þurft að sækja sérhæfðari menntun á þessu sviði út fyrir landsteinana. Samkvæmt nýrri reglugerð um Löreglu ríkisins, nr. 490 2. júlí 1997, verður þó lögreglumönnum boðið upp á nám í framhaldsdeild og er þess að vænta að m.a. verði haldin námskeið í þeirri sérgrein á sviði löggæslu sem hér um ræðir.

c. Staða kvenna innan kirkjunnar.
    Í svari kirkjumálaráðherra á 121. þingi við fyrirspurn um stöðu jafnréttismála innan þjóð kirkjunnar er m.a. að finna upplýsingar um hlutfall kvenna og karla í nefndum og ráðum á veg um þjóðkirkjunnar og um hlutfall kynja meðal presta og prófasta, í prestafélaginu og stjórn þess, á kirkjuþingi og í sóknarnefndum, sbr. þskj. 699.
    Þá má geta þess að biskup skipaði 15. apríl 1997 nefnd til að skoða jafnréttismál í þjóð kirkjunni. Nefndinni er ætlað að gera sér grein fyrir stöðu mála hvað varðar jafnrétti milli kynjanna í kirkjunni, að kynna sér stöðuna m.a. meðal kirkna annars staðar á Norðurlöndum og gera tillögur um úrbætur.
    Af hálfu dómsmálaráðuneytis var einnig á árinu 1997 unnið að skýrslu um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum. Í framhaldi af því var ákveðið að skipa þrjár nefndir til að huga að úrbótum á þessu sviði. Hlutverk fyrstu nefndarinnar var að huga að meðferð heimilisofbeldismála hjá lögreglu á rannsóknarstigi. Önnur nefndin skyldi huga að meðferð heimilisofbeldismála í dómskerfinu. Báðar nefndirnar áttu að gera tillögur um nauðsynlegar úrbætur, þar á meðal um breytingar á refsi- og réttarfarslöggjöf. Þriðja nefndin skyldi huga að nauðsynlegum breytingum á löggjöf almennt til að sporna við heimilisofbeldi, huga að því hvernig unnt væri að efla starf félagasamtaka sem sinna forvörnum og veita hjálp á þessu sviði, gera tillögur um forvarnaaðgerðir, um hjálparúrræði fyrir þolendur og meðferðarúrræði fyrir gerendur. Nefndirnar luku allar störfum í apríl sl. og hefur dómsmálaráðherra lagt skýrslur þeirra fram á Alþingi.

2.2.2. Félagsmálaráðuneyti.
    Í stöðumati Skrifstofu jafnréttismála 1995/1996 segir um verkefnastöðu ráðuneytisins: „Af níu verkefnum sem félagsmálaráðuneytinu eða undirstofnunum þess var falið að vinna að samkvæmt framkvæmdaáætluninni hefur þegar verið hafist handa við sjö. Flest þeirra eru þess eðlis að þau eiga sér ekki ákveðin verklok fyrr en í fyrsta lagi við lok gildistíma framkvæmda áætlunarinnar. Sem dæmi um verkefni af þessum toga eru störf karlanefndarinnar, niðurstöður launakönnunarinnar og aðgerðir í kjölfar hennar, samstarf við Samtök um kvennaathvarf og Stígamót, átak í starfsmenntun hefðbundinna kvennastétta og mótun fjölskyldustefnu. Undirbúningur fyrir rannsókn á kynferðislegri áreitni og endurskoðun á verkefninu þar sem kveðið er á um jafnréttisráðgjafa er hafin. Það eru aðeins tvö verkefni, þ.e. rannsókn á orsökum brottflutning ungra kvenna úr dreifbýli og skipulögð úttekt á hefðbundnum kvennastörfum, sem engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um. Gera má ráð fyrir að vinna við þau hefjist á næsta ári og að þeim verði lokið fyrir lok gildistíma framkvæmdaáætlunar innar.“
    Nú að loknum gildistíma áætlunarinnar hefur öllum verkefnum félagsmálaráðuneytis verið hrint í framkvæmd nema verkefni 2.6. um orsakir brottflutnings kvenna úr dreifbýli í þéttbýli. Bundnar höfðu verið vonir við að rannsókn sem félagsvísindastofnun hafði unnið fyrir Hús næðisstofnun ríkisins gæti nýst í þessu sambandi með einhverjum viðbótum. Verkefnið reynd ist flóknara en svo og hefur það verið tekið upp, í nýrri útfærslu, að tillögu félagsmálanefndar í nýrri framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Þar heyrir það undir forsætisráðuneyti.

Karlanefnd.
    Karlanefnd hefur verið skipuð og hefur hún sinnt margvíslegum verkefnum og án nokkurs vafa haft áhrif á jafnréttisumræðuna hér á landi. Meginhlutverk karlanefndarinnar er að virkja karla í jafnréttisumræðunni og vinnunni að jafnrétti kynja. Helstu verkefni hennar eru nú: 1. Söfnun upplýsinga um möguleika karla til fullrar þátttöku í fjölskyldu- og atvinnulífi, svo og viðhorf þeirra til jafnréttismála. 2. Athugun á stöðu karla í skólakerfinu, bæði drengja í námi og karlkennara. 3. Að vera Jafnréttisráði til ráðgjafar um málefni er snerta stöðu karla og jafnrétti kynja. 4. Að fylgja eftir því starfi sem nefndin hefur þegar unnið varðandi ofbeldi og fæðingarorlof.

Launakönnun og starfsmat.
    Í framhaldi af niðurstöðu launakönnunar sem birt var fyrri hluta árs 1995 skipaði félags málaráðherra svonefndan starfshóp um starfsmat sem samkvæmt skipunarbréfi var ætlað að safna upplýsingum og vinna að tillögum um starfsmat sem tækis til að draga úr launamun karla og kvenna. Formaður hópsins er Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, en auk hennar eiga þar sæti fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, fjármálaráðuneyti, Jafnréttisráði, Reykjavíkurborg og Vinnumálasambandinu.
    Árið 1996 ákvað starfshópurinn að ráðast í sérstakt tilraunaverkefni um framkvæmd kyn hlutlauss starfsmats og að notað yrði til verksins svonefnt HAC-starfsmatskerfi sem er sænskt að uppruna. HAC-starfsmatskerfið er hannað af sænsku Vinnumálastofnuninni (Arbets livsinstitutet) og er sérstaklega búið til með það að leiðarljósi að uppfylla kröfur um kynhlut leysi. Tilraunaverkefnið nær til sextán starfsheita hjá Ríkisspítölum annars vegar og hins vegar sextán starfsheita hjá Hitaveitu Reykjavíkur og Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Mark miðið er að fá samanburð á hefðbundnum karla- og kvennastörfum, en með starfsmati á að vera hægt að bera saman ólík störf og meta hvort þau séu sambærileg og jafnverðmæt. Niður staða tilraunaverkefnisins gefur væntanlega glögga mynd af því hvort og hve vel kynhlutlaust starfsmat hentar til að eyða kynbundnu launamisrétti á vinnumarkaðinum.           Ráðgert er að tilraunaverkefninu ljúki í árslok 1998 með lokaskýrslu starfshóps um starfsmat.

Samtök um kvennaathvarf og Stígamót.
    Á fyrri hluta árs 1995 var þjónustusamningur gerður milli félagsmálaráðuneytis og Sam taka um kvennaathvarf annars vegar og Stígamót hins vegar.

Starfsmenntun hefðbundinna kvennastarfa.
    Áfram hefur verin unnið að því af hálfu starfsmenntasjóðs að styrkja aðgerðir í þágu kvenna á vinnumarkaði. Starfsmenntaráð hefur m.a. ákveðið að hrinda af stað verkefni sem ber heitið þróun starfsmenntunar í iðnaði. Verkefnið er fólgið í myndun samstarfs aðila vinnumarkaðarins og fræðslustofnana atvinnulífsins um þróun starfsmenntunar í atvinnulífinu, sérstaklega fyrir fólk með litla formlega starfsmenntun. Búast má við að þetta verkefni muni skila sér vel til kvenna sem eru fjölmennari í hópi þeirra sem litla formlega menntun hafa.

Mótun fjölskyldustefnu.
    Alþingi samþykkti í maí 1997 þingsályktunartillögu félagsmálaráðherra um mótun opin berrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar.
    Fjölskyldustefnan skal m.a. taka mið af því að velferð fjölskyldunnar byggist á jafnrétti karla og kvenna og sameiginlegri ábyrgð á verkaskiptingu innan hennar. Á grundvelli þingsályktunarinnar hefur félagsmálaráðherra t.d. skipað fjölskylduráð sem hefur m.a. það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf í fjölskyldumálum og eiga frumkvæði að opinberri umræðu um málefni fjölskyldunnar.

Könnun á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum.
    Félagsmálaráðuneytið fól Skrifstofu jafnréttismála og Vinnueftirliti ríkisins að vinna verkefnið. Tekin var ákvörðun um að framkvæma könnun á umfangi og eðli kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum og var unnið að undirbúningi þess á árinu 1996. Í þeirri vinnu var stuðst við framkvæmd rannsóknar sænska jafnréttisumboðsmannsins á kynferðislegri áreitni á vinnustað sem gerð var árið 1987 og kallast FRID-A-rannsóknin. Framkvæmd rannsóknar innar var að hluta til unnin í samvinnu við nokkur stéttarfélög (sbr. FRID-A-rannsóknina) og var 1.000 einstaklingum (félagsmönnum nokkurra valinna stéttarfélaga) sendur spurningalisti. Unnið hefur verið að úrvinnslu og annarri gagnasöfnum og er lokaskýrsla væntanleg á þessu ári.

Jafnréttisráðgjafi.
    Jafnréttisráðgjafi hefur verið ráðinn til starfa. Að fenginni umsögn Byggðastofnunar var ákveðið að ráða jafnréttisfulltrúa til starfa á Blönduósi enda hafi komið í ljós að atvinnuleysi kvenna er hvergi meira en á Norðurlandi vestra. Um er að ræða tilraunaverkefni sem verður fylgt eftir af Byggðastofnun. Gerður hefur verið samningur milli ráðuneytisins og Iðnþróunar félags Norðurlands vestra (INVEST) um ráðningu jafnréttisráðgjafans. Jafnréttisráðgjafinn ásamt fulltrúa félagsmálaráðuneytis, Jafnréttisráðs og INVEST mynda starfshóp til stuðnings jafnréttisráðgjafanum í starfi og stefnumótun. Að loknu mati á árangri ráðgjafans verður tekin ákvörðun um hvort ráðnir verði fleiri jafnréttisráðgjafar til starfa.
    Þannig hafa öll verkefni á verkefnalista félagsmálaráðuneytis í framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna 1993–97 fengið góðan framgang. Auk þessara verkefna hefur ráðuneytið á undanförnum missirum beitt sér fyrir fjölda annarra verkefna til að auka jafnrétti kynjanna. Má þar m.a. nefna að árlega hefur verið veitt 20 millj. kr. til að styrkja atvinnumál kvenna. Styrkt hafa verið verkefni og starfsemi af ýmsum toga með það fyrir augum að fjölga atvinnutækifærum kvenna. Komið hefur verið á fót Lánatrygg ingasjóði kvenna sem er samstarfsverkefni félagsmálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Sjóðurinn er tilraunaverkefni til þriggja ára. Til ráðstöfunar eru á hverju ári 10 millj. kr. og leggur félagsmálaráðuneytið til helming þeirrar upphæðar. Meginmarkmið Lánatryggingasjóðs kvenna er að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífi með því að veita ábyrgðir fyrir allt að helmingi lána sem þær taka hjá lánastofnunum til að fjármagna tiltekið verkefni. Þá hefur félagsmálaráðuneytið séð um vinnslu og útgáfu íslensks útdráttar úr Pek ing-áætluninni í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og fjöldann allan af félagasamtökum og hagsmunahópum.

2.2.3. Fjármálaráðuneyti.
    Í stöðumati Skrifstofu jafnréttismála frá 1995/1996 var fyrst og fremst stuðst við greinar gerð til fjármálaráðherra frá starfshópi fjármálaráðuneytisins um jafnréttismál. Auk þess að fjalla um laun, launamyndun og annað tengt kjörum fjallaði hópurinn um framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna og þá einkum þann hluta hennar sem snýr að fjár málaráðuneytinu. Í greinargerð hópsins er ekki lagt mat á framkvæmd áætlunarinnar en hvatt til að sá kafli verði endurskoðaðar í samráði við starfsmenn.
    Í svari fjármálaráðuneytisins nú er farið ítarlega í hvert einstakt verkefni sem ráðuneytinu er ætlað að vinna að á gildistíma framkvæmdaáætlunarinnar. Þar kemur m.a. fram að breyting ar á skipulagi Stjórnsýslufræðslu ríkisins hefur haft áhrif á framkvæmd sérstakra námskeiða fyrir konur og fyrir stjórnendur (töluliðir 3.1.1. og 3.1.2.). Að mati ráðuneytisins hefur verið staðið við framkvæmd þessara verkefna en undir öðrum formerkjum en gefin eru í fram kvæmdaáætluninni og er m.a. vísað til stefnu ríkisstjórnarinnar og fjármálaráðherra um árang ur og nýskipan í ríkisrekstri og kynningarnámskeiða sem haldin eru í tengslum við það.
    Hvað varðar tölulið 3.2., um hlut kvenna í nefndum á vegum ráðuneytisins, þar sem fjallað er „um launakjör, þóknanir og hlunnindi“ kemur fram að þar eru konur 37% nefndarmanna. Í stöðumati Skrifstofu jafnréttismála frá 1996 má sjá að þetta hlutfall var þá 23%.
    Varðandi verkefni merkt töluliðum 3.3., um endurskoðun á lögum um tekju- og eignarskatt, og 3.4., um lög um lífeyrissjóð, er vísað til breytinga sem hafa verið gerðar á þessum lögum á undanförnum árum og þess að „ekki verði séð að í þeim gæti mismununar í garð kynjanna“. Þá er tekið fram að lífeyrisréttindi heimavinnandi séu til sérstakrar athugunar hjá alls herjarnefnd.
    Hvað varðar ákvæði um reglubundna gagnasöfnum (töluliður 3.5) er vísað til reglubund innar starfsemi Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna (KOS) og að í skýrslum nefndarinnar séu birtar upplýsingar um dreifingu launa kvenna og karla eftir starfsaldri.
    Þá minnir ráðuneytið á ný ákvæði í lögum nr. 70/1996 um jafnan rétt kynjanna til opinberra starfa og sömu launa fyrir sambærileg störf og að í framhaldi af því hafi forstöðumönnum fjármálaráðuneytis verið sett erindisbréf þar sem hnykkt er á jafnréttissjónarmiðum. Þá er gerð grein fyrir skipan nefndar sem hafa skal það meginverkefni að vera ráðherra til ráðuneytis um aukið jafnrétti milli kvenna og karla, einkum hjá þeim sem starfa hjá fjármála ráðuneytinu og stofnunum þess.

2.2.4. Hagstofa Íslands.
    Hagstofa Íslands svaraði erindi Jafnréttisráðs með ítarlegri greinargerð, dags. 24. septem ber. Þar segir m.a.: „Við hagskýrslugerð á vegum Hagstofunnar er leitast við að vinna og birta tölur fyrir bæði konur og karla eftir því sem við á og unnt er. Í ritunum Landshagir og Vinnumarkaðurinn, sem koma út árlega, eru margvíslegar upplýsingar um konur og karla og sömuleiðis í kosningaskýrslum. Þá er rétt að vekja athygli á Hagskinnu — sögulegum hagtölum um Ísland sem kom út fyrr á þessu ári og hefur að geyma tölulegar upplysingar um íslenskt samfélag og þróun þess eins langt aftur og heimildir ná.“
    Hagstofan hefur unnið að þeim verkefnum sem henni voru ætluð og má þar einna helst nefna tölulið 5.1., um tölfræðihandbók um stöðu kvenna og karla. Árið 1994 gaf Hagstofa Íslands út ritið Konur og karlar 1994. Ritið hefur að geyma tölfræðilegar upplýsingar um stöðu kvenna og karla hér á landi. Sambærilegt rit en heldur efnismeira en hið fyrra kemur út í október 1997. Hvað varðar verkefni um sifjamálatölur (tölulið 5.2.) er bent á að margvíslegar upplýsingar um sifjamál eru unnar reglubundið og birtar ár hvert í tölfræðiárbók Hag stofunnar, Landshögum.
    Um verkefnið eignarréttur að fasteignum (töluliður 5.3.) segir: „Þessi könnun hefur ekki verið gerð þar sem eigendaskráning fasteigna í skrám Fasteignamats ríkisins hefur verið í ólestri. Við þær aðstæður var talið að niðurstöður þess háttar könnunar yrðu ekki marktækar. Að undanförnu hefur Fasteignamat ríkisins unnið mikið að því að safna fyllri upplýsingum um eigendur fasteigna. Þetta dugar þó ekki til og haldgóð vitneskja um raunverulegt eignarhald fasteigna mun ekki fást fyrr en Landsskrá fasteigna hefur verið að fullu komið á fót og hún tekin til starfa.“
    Tekið skal fram að Jafnréttisráð hefur lagt til að þetta verkefni verði inn í nýrri fram kvæmdaáætlun þar sem upplýsinar um eignarhald eru mikilvægt mælitæki þegar verið er að meta stöðu kvenna og karla. Þá kemur fram að Hagstofa Íslands hefur á undanförnum miss irum í samstarfi við kjararannsóknarnefnd og kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna unnið að undirbúningi nýrra launakannana sem veita munu sambærilegar upplýsingar um laun á öllum vinnumarkaðnum (töluliður 5.4). Niðurstöður launakannananna munu birtast árs fjórðungslega og nánari úrvinnsla mun birtast einu sinni á ári. Nýju kannanirnar munu ná til allra atvinnu- og starfsgreina, jafnt á almennum vinnumarkaði sem hjá hinu opinbera.

2.2.5. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið.
    Í stöðumati Skrifstofu jafnréttismála frá 1995/1996 varðandi iðnaðar- og viðskiptaráðu neytið var tekið fram að þó svo að ráðuneytið hafi ekki þá þegar ráðist í öll þau verkefni sem tilgreind eru í framkvæmdaáætluninni hafi verið tekin ákvörðun um hvernig staðið verði að framkvæmd flestra þeirra.
    Í bréfi ráðuneytisins til Skrifstofu jafnréttismála, dags. 25. júlí sl., er vísað til greinargerðar þess frá 5. september 1995 og jafnframt gerð grein fyrir ákvörðun ráðuneytisins um að skipa sérstaka nefnd sem er ætlað að leggja mat á þörf sértæks stuðnings við konur í atvinnurekstri. Í bréfinu segir: „Nefndinni er einkum ætlað eftirfarandi: Að kynna sér með hvaða hætti staðið er að stuðningi stjórnvalda við atvinnurekstur kvenna í ýmsum nágrannalöndum okkar. Að leggja mat á þörf sértækra aðgerða á þessu sviði hér á landi m.a. með könnun á viðhorfi kvenna í fyrirtækjarekstri til slíkra aðgerða. Verði niðurstaða þeirrar könnunar sú að hér sé þörf á sértækum stuðningi við atvinnurekstur kvenna, skal nefndin skila til ráðherra tillögum um hvernig best sé að standa að slíkum stuðningi.“
    Í gildandi framkvæmdaáætlun er lagt til að unnin verði könnun á stöðu kvenna í iðnaði (töluliður 7.1.). Því hefur ekki verið komið í framkvæmd en ráðuneytið hefur lagt til að verk efnið verði tekið inn í næstu framkvæmdaáætlun. Þá kemur fram að ráðuneytið hafi beitt sér sérstaklega fyrir því að stofnanir sem undir það heyra geri sér jafnréttisáætlanir og muni halda því áfram. Í því sambandi er vísað til kjarasamninga bankamanna en þar er ákvæði um að allir viðskiptabankar skuli gera jafnréttisáætlanir fyrir lok ársins 1997.

2.2.6. Landbúnaðarráðuneytið.
    Í skýrslu félagsmálaráðherra frá 1996 er vitnað orðrétt í svar landbúnaðarráðuneytisins varðandi erindi Skrifstofu jafnréttismála stöðumat á framkvæmdaáætluninni. Þar segir: „Ráðuneytið hefur meðtekið bréf yðar um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Ráðuneytið hefur þegar sent upplýsingar um nefndir á vegum landbúnaðarráðuneytisins sem konur eiga sæti í. Að öðru leyti hefur ráðuneytið ekki aðhafst neitt í sambandi við þessa framkvæmdaáætlun.“
    Í bréfi ráðuneytisins til Skrifstofu jafnréttismála, dags. 17. júlí sl., kemur fram að ekki hafi tekist að hrinda í framkvæmd þeim verkefnum sem ráðuneytinu er ætlað að vinna að sam kvæmt framkvæmdaáætluninni. Bent er á að ráðuneytið hafi í samstarfi við FAO staðið fyrir ráðstefnu haustið 1996 um atvinnumál kvenna í dreifbýli (töluliður 8.2. í framkvæmdaáætlun in) auk þess sem sé unnið að undirbúningi svokallaðra örlánakerfa til stuðnings við atvinnu þróun fyrir konur í dreifbýli.

2.2.7. Menntamálaráðuneytið.
    Menntamálaráðuneytið svaraði erindi Skrifstofu jafnréttismála með yfirliti um verkefni á vegum þess. Yfirlitið er mjög ítarlegt og farið í hvern tölulið gildandi áætlunar á svipaðan hátt og gert er í skýrslu félagsmálaráðherra frá 1996. Verður ekki annað séð en að unnið hafi verið markvisst og skipulega að þeim verkefnum sem þar er getið.
    Auk þessa er gerð sérstaklega grein fyrir tölulið 9.2.8. um skipan framkvæmdanefndar og öðrum þeim verkefnum sem unnið er að á vegum ráðuneytisins. Í framhaldi af starfi og tillög um framkvæmdanefndar var árið 1995 skipaður samráðshópur. Í honum eiga sæti fulltrúar frá Félagi leikskólakennara, Fósturskóla Íslands, Háskóla Íslands, Hinu íslenska kennarafélagi, Iðnfræðsluráði, Jafnréttisráði, Kennaraháskóla Íslands, Kennarasambandi Íslands, Náms gagnastofnun og frá 1996 jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur. Hlutverk samráðshópsins er að vera ráðuneytinu til ráðgjafar um framkvæmd ákvæðis jafnréttislaga um menntun.
    Önnur verkefni sem unnið er að á vegum menntamálaráðuneytisins eru könnun á jafnréttis fræðslu í skólum, handbók um jafnréttisfræðslu, menntaþing/menntun um jafnrétti og sérstakt fræðsluefni í samvinnu við Jafnréttisráð. Þá er greint frá skipun nýrrar nefndar (í maí 1997) sem er ætlað að fjalla um jafnréttismál og er m.a. ætlað að gera tillögur til mennta málaráðherra um verkefni í næstu framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.
    Að framansögðu má sjá að á vegum menntamálaráðuneytisins hefur verið unnið markvisst að framkvæmd gildandi áætlunar auk þess sem ráðuneytið hefur átt frumkvæði að nýjum verk efnum.

2.2.8. Samgönguráðuneytið.
    Samgönguráðuneytið svaraði erindi Skrifstofu jafnréttismála með greinargerð þar sem fram kemur hlutur kvenna í störfum annars vegar í ráðuneytinu og hins vegar í stofnunum sem undir það heyra. Þótt ekki sé um miklar breytingar að ræða má merkja áhrif aukinnar menntunar kvenna á þau störf sem hér um ræðir. Aðeins eitt verkefni er á verkefnaskrá samgönguráðuneytisins (töluliður 10.1.) og má segja að það sé almennt orðuð viljayfirlýsing þess efnis að unnið verði að því að jafna hlut kvenna í störfum hjá stofnunum sem heyra undir ráðuneytið.

2.2.9. Utanríkisráðuneytið.
    Í svari utanríkisráðuneytisins við erindi Skrifstofu jafnréttismála er gerð grein fyrir ráðn ingum í utanríkisráðuneytinu á tímabilinu 1995–97 (ágúst) með tilliti til stöðu kvenna, sbr. tölulið 13.1. í gildandi áætlun um stöðu kvenna í utanríkisþjónustunni. Samkvæmt samanburði við stöðuna eins og hún var 1995 hefur hlutur kvenna aukist töluvert, bæði í utanríkisþjón ustunni og í ráðuneytinu sjálfu. Hvað varðar framkvæmd töluliðar 13.2., um konur í þróunar ríkjunum, leggur ráðuneytið áherslu á að í þróunarsamvinnu og aðstoð hafa
verkefni sem varða sérstaklega velferð kvenna fengið aukið vægi,
    Þá er skýrt frá undirbúningi ráðuneytisins að þátttöku Íslands í fjórðu alþjóðaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna sem haldin var í Peking 4.–15. september 1995 og hvernig ráðuneytið hefur fylgt eftir framkvæmdaáætluninni sem þar var samþykkt. Bent er á að félagsmálaráðuneytið hafi tekið við hlutverki utanríkisráðuneytisins hvað varðar fram kvæmd áætlunarinnar en að nokkur málasvið falli enn undir ráðuneytið og eru sérstaklega nefnd málefni kvenna í þróunarríkjunum.