Ferill 715. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1557 – 715. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um brottfall laga um vörugjald af olíu og breytingu á lagaákvæðum um gjöld af bifreiðum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, EOK, GMS, PHB, VS, ÁRÁ).



     1.      Við 2. gr.
       a.      Í stað orðanna „80.000 kr.“ í a-lið komi: 100.000 kr.
       b.      B-liður orðist svo: 2. mgr. orðast svo:
                   Kílómetragjald skv. 1. mgr. þessa stafliðar skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd     Kílómetragjald,     Leyfð heildarþyngd     Kílómetragjald,
    ökutækis, kg     kr.     ökutækis, kg     kr.
    4.000–4.999     6,74     18.000–18.999     12,95
    5.000–5.999     7,16     19.000–19.999     13,94
    6.000–6.999     7,74     20.000–20.999     14,69
    7.000–7.999     8,13     21.000–21.999     15,53
    8.000–8.999     8,48     22.000–22.999     16,51
    9.000–9.999     8,86     23.000–23.999     17,30
    10.000–10.999     9,41     24.000–24.999     18,08
    11.000–11.999     9,76     25.000–25.999     18,96
    12.000–12.999     10,99     26.000–26.999     19,80
    13.000–13.999     12,02     27.000–27.999     20,69
    14.000–14.999     9,80     28.000–28.999     21,57
    15.000–15.999     10,55     29.000–29.999     22,44
    16.000–16.999     11,39     30.000–30.999     23,32
    17.000–17.999     12,22     31.000 og yfir     24,21
     2.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
              Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 5. gr. eru bifreiðar sem nota innlendan orkugjafa í tilrauna skyni undanþegnar greiðslu þungaskatts frá gildistöku laga þessara til 31. desember 2000.
     3.      Við 6. gr. (er verði 7. gr.). 2. og 3. málsl. 11. tölul. orðist svo: Ekki er þó heimilt að lækka gjald af bifreiðum þessum niður fyrir 10%. Frá 1. janúar 2000 skal þó heimilt að lækka gjaldið í 5%.
     4.      Við 9. gr. (er verði 10. gr.). Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1998 að undanskildum ákvæðum III. kafla sem öðlast þegar gildi og ákvæðum II. kafla sem öðlast gildi 11. október 1998.
     5.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Fjármálaráðherra skal fyrir 1. desember 1998 skila skýrslu þar sem í fyrsta lagi verði fjallað um möguleika á því að gera fólksbíla sem nota dísilolíu að samkeppnishæfari kosti, í öðru lagi kannaðar leiðir til að einfalda reglur um og framkvæmd á gjaldtöku samfara skráningu og afskráningu bifreiða og í þriðja lagi gerð úttekt á áhrifum breytinga á þungaskatti, vörugjaldi og bifreiðagjaldi samkvæmt lögum þessum á rekstrar stöðu landflutninga í samráði við hagsmunaaðila og gerðar tillögur um úrbætur ef ástæða er til.