Breytingar í þingliði

Miðvikudaginn 06. janúar 1999, kl. 13:35:30 (2916)

1999-01-06 13:35:30# 123. lþ. 50.92 fundur 193#B breytingar í þingliði#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 123. lþ.

[13:35]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Á síðasta fundi Alþingis fyrir jól, 20. desember, var lesið upp bréf sem borist hafði frá hv. þm. Friðriki Sophussyni um þingmennskuafsal hans. Samkvæmt því bréfi tekur 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Katrín Fjeldsted, fast sæti á Alþingi. Hún hefur áður setið á þingi sem varamaður og kjörbréf hennar því áður verið afgreitt og býð ég hana velkomna til starfa. Katrín Fjeldsted verður 16. þm. Reykv. og samkvæmt venju breytist kosningatala annarra þingmanna Sjálfstfl. sem ofar eru á listanum til samræmis við það, þ.e. Björn Bjarnason verður 2. þm. Reykv., Geir H. Haarde 3. þm., Sólveig Pétursdóttir 4. þm., Lára Margrét Ragnarsdóttir 5. þm., Guðmundur Hallvarðsson 6. þm. og Pétur H. Blöndal 10. þm. Reykv.

Við fráfall Ástu B. Þorsteinsdóttur alþm. tók Magnús Árni Magnússon sæti á Alþingi. Hann gat í fyrstu ekki setið á Alþingi sakir dvalar sinnar erlendis og hafði því varamann fyrir sig fram að jólahléi. Magnús Árni Magnússon undirritaði drengskaparheit utan þinghúss í október en tekur nú sæti aðalmanns og er boðinn velkominn til starfa.