Umræða um sjávarútvegsmál

Miðvikudaginn 06. janúar 1999, kl. 13:59:23 (2929)

1999-01-06 13:59:23# 123. lþ. 50.96 fundur 197#B umræða um sjávarútvegsmál# (um fundarstjórn), SighB
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 123. lþ.

[13:59]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir að staðfesta að þingið var kallað saman eingöngu til að ræða frv. um sjávarútvegsmál. Hann sagðist vonast til þess, virðulegi forseti, að á morgun yrði dreift nefndarálitum og tillögum frá sjútvn. Um það veit hvorki ég né hann á þessari stundu. En það sem ég vil þá ganga eftir við virðulegan forseta er að hann geti þá fullvissað þingheim um að liggi þau gögn ekki fyrir til útbýtingar á morgun verði ekki boðað til þingfundar á morgun.

Nauðsynlegt er að fá að vita það og ég ítreka það sem hæstv. forseti upplýsti að þessir fundir eru eingöngu boðaðir til þess að fjalla um niðurstöðu sjútvn. Ég les því svo í orð hans að liggi þær niðurstöður ekki fyrir sé ástæðulaust að boða til þingfundar með dagskrá. Verður þingfundur boðaður á morgun ef þetta liggur ekki fyrir?