Vinna í sjávarútvegsnefnd að frumvarpi um stjórn fiskveiða

Mánudaginn 11. janúar 1999, kl. 13:38:37 (2933)

1999-01-11 13:38:37# 123. lþ. 52.91 fundur 199#B vinna í sjávarútvegsnefnd að frumvarpi um stjórn fiskveiða# (aths. um störf þingsins), RG
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 123. lþ.

[13:38]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Við höfum gagnrýnt harðlega að við vorum kölluð til þings í bráðræði og án samráðs. Við höfðum líka gagnrýnt það við 1. umr. þessa máls að frv. sem slíkt mætti ekki hæstaréttardóminum sem skyldi. Það hefur síðan breyst gersamlega í nefnd. Það er orðið nýtt mál sem liggur á borðum þingmanna en því miður engu betra hvað varðar hæstaréttardóminn sem slíkan.

Nú kemur líka í ljós að ekki gafst nægilegur tími í nefndinni til að yfirfara umsagnir sem er einhver mikilvægasti þáttur í nefndarstarfi og ég gagnrýni það mjög alvarlega, herra forseti. Þetta eru vond vinnubrögð og það sem er að gerast hér er að Alþingi er að setja vonda löggjöf.