Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 11. janúar 1999, kl. 15:54:24 (2963)

1999-01-11 15:54:24# 123. lþ. 52.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 123. lþ.

[15:54]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það kann að vera að þær tillögur sem hér liggja fyrir frá meiri hlutanum séu ófullkomnar og ég er eiginlega á þeirri skoðun að þær séu mjög ófullkomnar. En ég sakna þess að stjórnarandstaðan hefur ekki lagt fram eina einustu tillögu um það hvernig við getum þá gert þetta betur. Ég lít þannig á, herra forseti, að útlitið fyrir mörg byggðarlög úti um landið, ég tala nú ekki um Norðurland, sem eiga allt sitt undir úthafsrækjuveiði, eins og horfir nú um það, þá sé það bara góðs viti og við þurfum á því að halda innan tíðar að Byggðastofnun eigi möguleika, vonandi þarf ekki að nota það en það sé bara af hinu betra að við hefðum slíkan möguleika. Byggðastofnun og stjórn hennar hafa að áliti mínu ekki sýnt fram á það að hún sé fyrir fram merki um spillingu. Hún hefur getað gert þetta, við þurfum á því að halda því miður, og þess vegna skulum við hafa þetta inni. Ef ekki reynir á það kemur það engum að sök, ekki skemmist veiði.