Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 12. janúar 1999, kl. 15:51:10 (3060)

1999-01-12 15:51:10# 123. lþ. 53.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 123. lþ.

[15:51]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér er á ferðinni sérstök leiðrétting á stöðu smábáta undir sex brúttórúmlestum sem róa á aflamarki, löngu tímabær og langþráð viðurkenning á því að þessi hluti flotans --- að vísu aðeins stærri hluti, þ.e. allir smábátar undir tíu tonnum sem völdu aflamark árið 1990 --- hefur á umliðnum árum fengið verri útreið vegna skertra veiðiheimilda í þorski en nokkur annar hluti flotans. Ég fagna þessari leiðréttingu þó í litlu sé og seint sé.

Ég vek athygli á því að það þarf að athuga betur útfærslu ákvæðisins og ég vona að í sjútvn. verði það gert milli umræðna, þ.e. hvort stærðarmörkin eigi ekki að vera tíu brúttórúmlestir í staðinn fyrir sex.