Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 16:54:20 (3101)

1999-01-13 16:54:20# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[16:54]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég heyrði því miður aðeins síðari hluta ræðu hv. þm. þar sem hann var að lýsa hugmyndum sínum um hvernig ætti að stjórna veiðum krókabáta. Er það þá rétt skilið, eins og ég heyrði hv. þm. lýsa skoðunum sínum að hann sé algjörlega andvígur þeim sjónarmiðum sem fram koma í nál. jafnaðarmanna með þessu máli, að það eigi að taka veiðiréttinn af trillukörlunum og setja hann á uppboð?