Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 17:31:12 (3115)

1999-01-13 17:31:12# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, SighB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[17:31]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tel að full ástæða sé til að þakka hæstv. forsrh. og hæstv. forseta fyrir það hversu skjótt þeir hafa brugðist við báðir tveir til þess að veita upplýsingar um það sem ég spurðist fyrir um fyrir einni og hálfri klukkustund síðan. Ég tel ástæðu til að vekja athygli á þessu svari því að þar kemur í ljós að þær upplýsingar sem gefnar voru nú nýverið um heildarlaun æðstu embættismanna ríkisins, föst mánaðarlaun, segja ekki nema hálfa söguna. Þorri þeirra er með miklu hærri föst mánaðarlaun heldur en fram kom í þeim upplýsingum vegna þess að stærstur hluti þeirra er með fasta yfirvinnu greidda mánaðarlega fyrir utan sín grunnlaun.

Ég tel ástæðu til að þakka fyrir þessar upplýsingar og vekja athygli á því að ráðherrar eru með lægst launuðu opinberu embættismönnum af þeim embættismönnum sem Kjaradómur fjallar um svo að maður tali nú ekki um vesalingana sem hér sitja á fundi.