Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 17:48:12 (3117)

1999-01-13 17:48:12# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, RG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[17:48]

Rannveig Guðmundsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er hyldýpisgjá á milli stjórnar og stjórnarandstöðu í þessu máli. Brtt. stjórnarmeirihlutans við 3. umr. hafa ekki bætt þar úr. Ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn hafa vikist undan dómi Hæstaréttar í stað þess að bregðast við honum. Lögin sem Alþingi er hér að setja festa betur í sessi yfirráð fárra yfir auðlindinni og auka möguleika þeirra sem fengið hafa ókeypis úthlutun veiðiheimilda til að selja aðgang að fiskimiðunum nú með heimild til að selja sóknardaga. Þetta er alfarið mál stjórnarmeirihlutans eins og það hefur verið unnið. Þess vegna mun þingflokkur jafnaðarmanna sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.