Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 02. febrúar 1999, kl. 13:40:25 (3128)

1999-02-02 13:40:25# 123. lþ. 57.94 fundur 219#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 123. lþ.

[13:40]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en gengið verður til dagskrár fara fram tvær utandagskrárumræður. Í fyrsta lagi um heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði. Málshefjandi er Guðmundur Árni Stefánsson og hæstv. heilbrrh. verður til andsvara. Í öðru lagi fer fram umræða utan dagskrár um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við fjárhagsvanda sveitarfélaganna. Málshefjandi er Svanfríður Jónasdóttur og hæstv. félmrh. verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í allt að hálfa klukkustund hvor.

[13:40]