Brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þriðjudaginn 02. febrúar 1999, kl. 17:52:02 (3185)

1999-02-02 17:52:02# 123. lþ. 57.3 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 123. lþ.

[17:52]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Það er góðra gjalda vert að fagna hverri tillögu sem vekur umræðu og vonandi verður umræðan til þess að málin skýrist eitthvað hjá samfylkingunni. Sennilega er málið alveg skýrt hjá öðrum þeim sem hér hafa talað. Ég verð samt að spyrja hv. þm. Margréti Frímannsdóttur. Þegar hún orðaði það svo í ræðu sinni áðan, ég held að ég fari rétt með, að stefnan er að vera í NATO og að herinn veri. Er það stefna samfylkingarinnar að vera í NATO og að herinn veri? Er það stefna samfylkingarinnar bara í fjögur ár eða er það stefna samfylkingarinnar?