Reglur um endurgreiðslu á ferðakostnaði sjúklinga

Miðvikudaginn 03. febrúar 1999, kl. 14:12:55 (3223)

1999-02-03 14:12:55# 123. lþ. 58.3 fundur 257. mál: #A reglur um endurgreiðslu á ferðakostnaði sjúklinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 123. lþ.

[14:12]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég fagna því, eins og fram hefur komið á þessum fundi, að hæstv. ráðherra er að endurskoða ferðareglur því að þær eru á margan hátt mjög ósanngjarnar. En ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Hefur hann að leiðarljósi niðurstöðu nefndar um forgangsröðun í heilbrigðismálum, sem skilaði af sér fyrir u.þ.b. ári og hélt 40 fundi en í niðurstöðu nefndarinnar kemur mjög skýrt fram að ekki megi mismuna fólki gagnvart læknisþjónustu eða heilbrigðisþjónustu eftir því hvar það búi á landinu? Sú leið að greiða ferðakostnað fólks sem á við sjúkdóma að stríða, eins og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon nefndi, er auðvitað hluti af því að jafna aðgengi að þjónustunni.

Ég spyr því hæstv. ráðherra: Verður vinna forgangsröðunarnefndarinnar notuð við endurskoðunina því að ég tel mjög mikilvægt að þeirrar stefnumörkunar sem kom fram hjá nefndinni í vetur sjái einhvers staðar stað í stefnu hæstv. ráðherra?